Forsíða
Um Bjarnarey... >>
Lundinn... >>
Lundaballið
Úteyjavísur
Markverðir atburðir
Sögur og sagnir
Uppskriftir
Ýmislegt
Fuglahljóð
Gestabók
Hafðu samband
Myndir
Senda inn uppskrift
Sjófuglarannsóknir

Tnt lykilor?
Hverjir eru tengdir
Gestir: 6545983
a.jpg


Veri velkomin heimasu Veiiflags Bjarnareyinga. Flagi mynda rmlega 30 einstaklingar sem hafa a helst a markmii snu a veia lunda, sga eftir eggjum fls og svartfugls og njta ess a vera til fallegasta sta veraldar. v markmii leigjum vi af Vestmannaeyjab Bjarnarey, hrikalegustu en um lei fallegustu teyjuna.ar eigum vi gtis skla sem daglegu tali er kallaur BLI.

Tilgangurinn me heimasunni er a safna saman einn sta, upplsingum um Bjarnarey. Halda til haga sögulegum frleik og munnmlum um menn og mlefni sem annars myndi tnast. mun essi vettvangur vera flagslegur fundarstaur okkar netinu. a er von okkar a me tmanum num vi a safna saman umtalsveru magni af upplsingum sem flestum til gagns og gamans.
N uppganga lg vestan Hvannhillu Bjarnarey

Undirritaður, Halli Geir og Ómar Stefánsson höfum verið að undirbúa að leggja nýja uppgöngu vestan á Hvannhillu, þar sem oft er mikill súgur við hefðbundinn steðja. Fimmtudaginn 04.09. 2014 byrjuðum við síðan að bora fyrir þrepunum . Pétur Steingríms sem var á bátnum tók þessar myndir við þetta tækifæri. Það sem vakti athygli okkar um það leyti sem vð vorum að fara heim frá Eynni  rúmlega kl. níu um kvöldið rétt fyrir dimmumótin,  var allur sá lundi sem var á flugi, sér í lagi við Hafnarbrekkuna. Undir öllum venjulegum kringumstæðum ætti allur lundi að vera löngu farinn. Kannski er hann ennþá að ala pysjuna en skv. heimildum eru aðeins um 10 pysjur komnar í pysjueftirlitið þetta árið.

img_3815_custom.jpg
img_3824_custom.jpg
img_3838_custom.jpg


img_3837_custom.jpg
Innsetn.Halli Geir.
 
Bjarnareyingar "toppa" sjlfa sig.


Það fór eins og okkur  grunaði, að engum tækist að toppa lundaballið frá því 2005 nema  við  Bjarnareyingar sjálfir.  Skemmtunin tókst snilldarlega í alla staði. U.þ.b. 420 matargestir gæddu sér á aragrúa villibráðarrétta  úr veislueldhúsi "Einsa Kalda" (Gunna). Þá var skemmtidagskráin ekkert slor og vel að verkum staðið. Hljómsveitin Hrafnar tók virkan þátt í skemmtidagskránni og lék síðan fyrir dansi ásamt Bjartmari Guðlaugs fram á rauða nótt.
Ég vil nota tækifærið og þakka öllum sem með einum eða öðrum hætti lögðu hönd á plóg við allan undirbúninginn en þeir sem til þekkja vita að hann er gríðarlegur.


img_0382_-_copy_small.jpgBjarnareyingarnir tilbúnir í framreiðsluna í veislueldhúsi Einsa Kalda.
Frá v.Sveinn Davíð Pálsson, Ómar Stefáns(krabbi), Heimir Jónsson, Þorsteinn Gíslason(sleggja), Gísli Þorsteins, Þorvaldur Sæmundsen(Lolli), Guðmundur Tryggvi Ólafsson, Loftur Einarsson, Þór Engilbertsson, Pétur Steingrímsson og undirritaður, Haraldur Geir Hlöðversson. Inns. texti og myndir: Halli Geir 
1830 "bjarpysjur" gegnum pysjueftirliti.Þótt afleiðingar hins svokallaða efnahagshrun hrjái okkur íbúa við "dumbshaf" ennþá, eru sem betur fer jákvæð tíðindi að berast okkur varðandi afkomu lundans, amk. hér í Eyjum.  Skv. upplýsingum frá Margréti Lilju Magnúsdóttur forstöðumanni náttúrugripasafnsins hafa á milli 1820-1830 lundapysjur farið í gegnum pysjueftirlitið. Svo margar lundapysjur hafa ekki endurheimst frá því árið 2007, þegar 1654 pysjur fóru í gegnum eftirlitið. Í fyrra fóru aðeins 27 pysjur í gegnum pysjueftirlitið.

img_0314_small.jpg

 
Meðfylgjandi mynd er af Sóley Haraldsdóttur sérlegum "fuglavini" með eina reffilegaInns. Mynd og Texti. Halli Geir.
 
Flaveisla Cafe Kr.


img_0357_small.jpg


Meðfylgjandi ljósmynd er frá fýlaveislu sem Árni Johnsen bauð til 18.sept í Cafe Kró hjá Simma og
Unni. Á boðstólum var hvort tveggja saltaður og reyktur fýlsungi af söndunum  undan  Eystri
Eyjafjöllum.Inns. Texti og ljósmynd: Halli Geir
.
 
Bjarnareyingar skreppa norur Grmsey.Eins og öllum ætti að vera kunnugt er ástand lundastofnsins hérna sunnanlands frekar bágborið í samanburði við ástandið fyrir norðan. Þar sem víst var talið að ekki yrðu leyfðar veiðar  hér í Vestm.eyjum og lundaball á næsta leyti ,fórum við á stúfana til að bjarga málunum. Fljótlega kom í ljós við eftirgrennslan okkar að ekki var auðhlaupið í veiði nema gegn umtalsverðu gjaldi. Það var því sérstaklega ánægjulegt að upplifa gestrisni Grímseyingsins Garðars Ólasonar sem bauð okkur að koma og veiða nægjanlegan skammt endurgjaldslaust  fyrir árshátíð okkar bjargveiðimanna.
Meðfylgjandi myndir voru teknar í  þessari  stórkostlegu þriggja daga ferð sem hófst með siglingu í Landeyjahöfn, akstri norður á Dalvík, þaðan sem við sigldum á Glóra til Grímseyjar og síðan sömu leiða til baka. 039_small.jpg

 
                                                                                                            Pissustopp í Staðarskála í Hrútafirði.050_small.jpg

            Glóri sjósettur á Dalvík og framaundan þriggja tíma sigling í norðaustan kalda.
128_small.jpg

                                                               Í höfninni í Grímsey.
grmsey_2012_148_small.jpg


                  Leiðangursfarar með velgjörðarmanni okkar, Garðari Ólasyni Grímseyjarjarli frá Grund082_small.jpg

Í Básavíkinni norðanvestan á Grímsey þar sem við stukkum í land á jullunni en Glóri var settur á ból. Við vorum nokkuð snöggir að ná í skammtinn sem við þurftum. Fullorðið fólk sem við höfðum tal af sagði okkur að síðustu áratugi hefði lunda fjölgað gríðarlega og væri svo komið að lundi hefði tekið sér bólfestu með allri bjargbrún Eyjarinnar en það er rúmlega 10km strandlengja. Greinilegt var að allt lífríkið var í miklum blóma, vaðandi síli um allan sjó.108_medium.jpg

                    Frá hamflettingu aflans í húsum Garðars Ólasonar "Grímseyjarjarls.


159_medium.jpg


 


Undirritaður, Pétur Steingríms, Ómar Stefáns og Hlöðver Sigurgeir Guðnason við norður heimskautsbaug.


Texti og innsetning mynda. Haraldur Geir Hlöðversson. 
Umhverfisrherra hyggst legggja fram frumvarp til laga um breytingar lgum nr. 64/1964

8.2.2012

Óskað eftir umsögnum um frumvarp vegna nýtingar hlunninda

eggjataka_2007-118_jpg.jpg 

Sigið af Hvannhillu í Bjarnarey  vorið 2007. Frá v. Diddi Vídó, Gísli  Þorsteins, Hlöbbi og Halli Geir.. Stewart er niðri. Dapurlegt er til þess að hugsa, að Þetta  og viðlíka  mótíf af  nútímamönnum rjóðum í kinnum í  óblíðri hrikalegri íslenskri náttúru að fást við aldagamla hefð,  kemur til með að heyra sögunni til ef neðangreind ónauðsynleg áform ná fram að ganga. 
.

Umhverfisráðuneytið óskar eftir athugasemdum við drög að frumvarpi sem ætlað er að breyta lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Í frumvarpinu er fjallað um hvernig staðið skuli að nýtingu hlunninda, þar með talinni eggjatöku.

Umhverfisráðherra leggur frumvarpið fram í framhaldi af skýrslu starfshóps, sem skipaður var sl. haust til að gera tillögur um aðgerðir sem stuðlað geti að endurreisn svartfuglastofna hér við land, þ.e. lunda, teistu, álku, langvíu og stuttnefju.

Samkvæmt frumvarpinu getur umhverfisráðherra heimilað nýtingu hlunninda ákveðinna tegunda á tilteknum landsvæðum sé viðkoma stofnana næg til að vega á móti afföllum vegna nýtingar hlunnindanna. Jafnframt verður ráðherra heimilt að takmarka nýtingu hlunninda, hvort heldur er á tilteknum landsvæðum eða með almennum hætti.

Með frumvarpinu er gerð sú breyting að veiðikort þurfi til eggjatöku. Mikilvægt er talið að umfang eggjatöku sé þekkt svo unnt sé að meta áhrif hennar á viðkomandi stofna. Hins vegar er ekki gert ráð fyrir að þeir sem stundi eggjatöku þurfi að sækja námskeið og taka próf til að sýna fram á hæfni sína líkt og þeir sem stunda veiðar.

Þá er í frumvarpinu lagt til skýrar verði greint á milli veiðikorta og sérstakra hlunnindakorta. Er gert ráð fyrir að Umhverfisstofnun gefi út hlunninda- og veiðikort og taki gjald fyrir útgáfu þeirra og að skila þurfi veiðiskýrslum vegna þeirra.

Með frumvarpinu er lagt til að óheimilt verði að ryðja eggjum úr fuglabjörgum þar sem sú háttsemi veldur auknu álagi á fuglana og getur dregið úr viðkomu þeirra.

Loks er lagt til að ef þörf krefur geti ráðherra bannað sölu á fuglum og afurðum þeirra sem hafa verið teknir á grundvelli nýtingar hlunninda, í því skyni að draga úr ásókn í þær tegundir til að tryggja betur viðkomu þeirra.

Frumvarpið hefur verið sent helstu hagsmunaaðilum til umsagnar. Öllum er auk þess frjálst að senda umhverfisráðuneytinu umsögn eða athugasemdir við drögin með tölvupósti á etta netfang er vari fyrir ruslrafpsti, arft a hafa Javascript virkt til a skoa a til og með 24. febrúar næstkomandi.

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum nr. 64/1994, um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum ásamt greinargerð.


Innsetn texta og myndar, Halli Geir.

 
lyktun fundar bjargveiimannaflags Vestmannaeyja laugard. 04.02.2011.

img_8062_small.jpg

Bjargveiði­manna­félag Vestmanna­­eyja mótmælir harðlega fyrirhug­uðum laga­breytingum og tillögum varðandi veiðar og nytjar á svart­fugli.
Einnig hörmum við aðferðir um­hverfis­ráðu­neytis við að koma þeim laga­breytingum í gegn.
Landeigendur á hlunnindasvæðum eru fullfærir um að ganga gætilega um sín svæði og þurfa ekki sérstakt utanaðkomandi liðsinni til að stjórna því. Sveiflur á svartfugla­stofnum sem og öðrum nytja­stofnum eru alþekkt fyrirbæri og munu lagabreytingar ekki hafa áhrif á hitastig eða æti í sjó. Það þekkja bjargveiðimenn í Vestmannaeyjum í gegnum aldirnar.“


Innsetn. Halli Geir. 
<< Byrja < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 Nsta > Sasta >>

Niurstur 1 - 13 af 95

Vefsuger og hsing: Veflausnir.is