Forsíða
Um Bjarnarey... >>
Lundinn... >>
Lundaballið
Úteyjavísur
Markverðir atburðir
Sögur og sagnir
Uppskriftir
Ýmislegt
Fuglahljóð
Gestabók
Hafðu samband
Myndir
Senda inn uppskrift
Sjófuglarannsóknir

Tnt lykilor?
Hverjir eru tengdir
Gestir: 6544181
f.jpg


Veri velkomin heimasu Veiiflags Bjarnareyinga. Flagi mynda rmlega 30 einstaklingar sem hafa a helst a markmii snu a veia lunda, sga eftir eggjum fls og svartfugls og njta ess a vera til fallegasta sta veraldar. v markmii leigjum vi af Vestmannaeyjab Bjarnarey, hrikalegustu en um lei fallegustu teyjuna.ar eigum vi gtis skla sem daglegu tali er kallaur BLI.

Tilgangurinn me heimasunni er a safna saman einn sta, upplsingum um Bjarnarey. Halda til haga sögulegum frleik og munnmlum um menn og mlefni sem annars myndi tnast. mun essi vettvangur vera flagslegur fundarstaur okkar netinu. a er von okkar a me tmanum num vi a safna saman umtalsveru magni af upplsingum sem flestum til gagns og gamans.
Smlun Bjarnarey, mivikudaginn 05.okt. 2011.
Fjárrbændur í Bjarnarey sóttu lömb sín úr eynni sl. miðvikudag. Vaninn er þó sá að fara um helgi en þar sem ekki hafði gefið um nokkrar síðustu var ákveðið að taka fyrsta virkan dag þegar leiði væri. Féð kom nokkuð vænt af fjalli, allavega betra en í fyrra að okkar mati. Smölunin gengur þannig fyrir sig að hópur manna fer með brúnum Eyjarinnar og rekur féð upp og inn á sléttlendið. Síðan er féð rekið suður Hagaskorulágar, austur Dauðadal og norður og niður Syðri-Hafnarbrekku þar sem réttinni er fyrirkomið um það bil 30 metrum fyrir ofan sjávarmál. Þegar fullorðnafénu hefur verið hleypt út eru lömbin handlönguð niður á "Steðjann" en svo nefnist staðurinn þar sem tekið er land í Eynni. Þar eru þau sett um borð í slöngubát(tuðru) sem flytur þau að flotbryggju við síðu Lóðsins.
Eftirfarandi myndir eru teknar við þetta tækifæri af hinum vaska hópi sem fékkst við verkefnið.


smlun_5.0kt.2011_032_small.jpg

Myndin tekin  ofan af suðurbringjum , synir féð renna suður Hagaskorulágar. Árnakoppur og bólið í bakgrunni.


smlun_5.0kt.2011_001_small.jpg

Féð komið í réttina og beðið eftir að Lóðsinn komi. Síðan er það handlangað niður á steðja.


smlun_5.0kt.2011_013_small.jpg
smlun_5.0kt.2011_015_small.jpg


Magni og Stjáni voru betri en engir og unnu verk sitt ötullega þó svo motorinn væri brokkgengur.


smlun_5.0kt.2011_016_small.jpg

Um borð í Lóðsinum var Bergur Kristinsson kafteinn og Garðar Garðarsson vélstjóri ásamt þeim Sigurði Guðmundssyni og Gunnari Árnasyni í Lukku.


smlun_5.0kt.2011_020_small.jpg

Lóðsinn kominn í land með féð um það bil 90 lömb. Þau voru síðan sett í girðingu suður í Sæfells kinn þar sem þau verða á beit í 10-15 daga.

Texti og myndir:  Halli Geir.
 
< Fyrri   Nsti >

Vefsuger og hsing: Veflausnir.is