Forsíða
Um Bjarnarey... >>
Lundinn... >>
Lundaballið
Úteyjavísur
Markverðir atburðir
Sögur og sagnir
Uppskriftir
Ýmislegt
Fuglahljóð
Gestabók
Hafðu samband
Myndir
Senda inn uppskrift
Sjófuglarannsóknir

Tnt lykilor?
Hverjir eru tengdir
Gestir: 6544155
e.jpg


Veri velkomin heimasu Veiiflags Bjarnareyinga. Flagi mynda rmlega 30 einstaklingar sem hafa a helst a markmii snu a veia lunda, sga eftir eggjum fls og svartfugls og njta ess a vera til fallegasta sta veraldar. v markmii leigjum vi af Vestmannaeyjab Bjarnarey, hrikalegustu en um lei fallegustu teyjuna.ar eigum vi gtis skla sem daglegu tali er kallaur BLI.

Tilgangurinn me heimasunni er a safna saman einn sta, upplsingum um Bjarnarey. Halda til haga sögulegum frleik og munnmlum um menn og mlefni sem annars myndi tnast. mun essi vettvangur vera flagslegur fundarstaur okkar netinu. a er von okkar a me tmanum num vi a safna saman umtalsveru magni af upplsingum sem flestum til gagns og gamans.
SULA: The seabirds hunters of LEWIS

img_0009_new_new_large.jpg


Góðvinur minn og okkar Bjarnareyinga til marga ára, Stewart Smith sendi mér nú i haust bók sem hann rakst á og taldi að við hefðum áhuga á. Bókin segir frá árlegum  leiðangri 10 manna í "súlubyggð sem staðsett er á "eyjunni" Sula Sgeir (en Gaeliska nafnið þýðir: Súlu klettur.) Skv. því mætti segja að mitt nafn Halli Geir leggðist þá út sem "Halli klettur". Eyja þessi tilheyrir Eyjunni LEWIS þar sem nýlega fundust fornir taflmenn  og er nálægt 37 mílum fyrir norðan hana  en allt svæðið er í the Outer Hebrides, sem er Eyjaklasi vestur af Skotlandi. Eyjan er klettótt um 1.5 míla á lengd , 100-200m á breidd og víðast hvar þverhnípt í sjó  milli 60 og 70m há.Þess má geta að St. Kilda er vestan við isle of LEWIS.
Ég læt fylgja með inngang á ensku eftir Brian Jackman.

img_new_small.jpg

img_0005_new_large.jpg


Sami hópur manna frá Lewis Island hefur haldið uppi hefðinni mann fram af manni og varðveitt um leið þá menningararfleið sem víða er að leggjast af hjá afkomendum frumbyggja vegna viðlvæmni nútimamannsins sem veit ekki hvað er að draga björg í bú, enda fær hann  góðgætið tilbúið í pottinn í stórmörkuðunum. Því miður eru viðhorf þessa fólks til hefðbundinna veiðiaðferða sérlega neikvæð og þjóna þeim eina tilgangi að fá viðkomandi yfirvöld til að banna hefðbundnar veiðar og veiðiaðferðir. Það hefur síðan í för með sér að jaðarbyggðir leggjast í eyði. Svo virðist sem þessir sjálfskipuðu verndarsinnar sem ég efast um að hafi hægðir út um rassgatið,virðast greinilega ekki hafa áttað sig á því að nytjar á þessum fuglum hafa staðið öldum saman. Veiðimennirnir eru fyrir löngu búnir að finna taktinn í þessu og vita upp á hár  hversu mikið má veiða svo nýliðun verði nægileg og þar með viðgangur stofnsins í lagi . Þegar þessi ferð var farin árið 1991 máttu leiðangursmenn skv. samningi við yfirvöld, taka 2000 unga en talið er að í Eynni séu 30.000 súlupör og um 15000 fýlapör. Í Dag standa þessir menn í stríði við friðunarsinna sem telja veiðarnar ómannúðlegar og ónauðsynlegar.

Til samanburðar má geta þess að í Eldey eru talin verpa 16-18000 pör og í Súlnaskeri 2-3000 pör. Í Súlnasker hafa hin seinni ár verið sóttir u.þ.b 4-700 ungar árlega. Þrátt fyrir það virðist súlunni fara fjölgandi í Súlnaskeri sem merkja má á því að efri-súlubreiðan er farin að teygja sig norður yfir ásinn. Aðalástæðuna fyrir því að lítil hætta er á að ganga of nálægt súlustofninum ef hann á annaðborð hefur nóg æti, er að Súlan byrjar að verpa svo snemma og er svo lengi að, eða frá byrjun apríl fram í Júlí. Þar af leiðir eru margir ungar flognir þegar Eyjan er aðsótt eftir miðjan Júlí og margir nýskriðnir úr eggi en unginn er ekki talinn fullgerður fyrr en hann er orðinn næstum dúnlaus og brúnn á litinn. Það sama gæti ég trúað að sé upp á teningnum í öðrum súluvörpum.

img_0025_new_small.jpg

Fleiri myndir úr bókinni er ég að setja inn á linkinn: Ýmislegt hérna til hliðar.


Texti / myndir. Halli Geir.
.
 
< Fyrri   Nsti >

Vefsuger og hsing: Veflausnir.is