Forsíða
Um Bjarnarey... >>
Lundinn... >>
Lundaballið
Úteyjavísur
Markverðir atburðir
Sögur og sagnir
Uppskriftir
Ýmislegt
Fuglahljóð
Gestabók
Hafðu samband
Myndir
Senda inn uppskrift
Sjófuglarannsóknir

Tnt lykilor?
Hverjir eru tengdir
Gestir: 6544179
b.jpg


Veri velkomin heimasu Veiiflags Bjarnareyinga. Flagi mynda rmlega 30 einstaklingar sem hafa a helst a markmii snu a veia lunda, sga eftir eggjum fls og svartfugls og njta ess a vera til fallegasta sta veraldar. v markmii leigjum vi af Vestmannaeyjab Bjarnarey, hrikalegustu en um lei fallegustu teyjuna.ar eigum vi gtis skla sem daglegu tali er kallaur BLI.

Tilgangurinn me heimasunni er a safna saman einn sta, upplsingum um Bjarnarey. Halda til haga sögulegum frleik og munnmlum um menn og mlefni sem annars myndi tnast. mun essi vettvangur vera flagslegur fundarstaur okkar netinu. a er von okkar a me tmanum num vi a safna saman umtalsveru magni af upplsingum sem flestum til gagns og gamans.
Vangaveltur vegna tillagna meirihluta starfshps umhverfisrherra um friun og endurreisn svartf.

lundar.JPG
 
 
Samantekt á tillögum meirihluta starfshópsins.

Starfshópurinn leggur til að gripið verði til eftirfarandi aðgerða:

1. Starfshópurinn leggur til að teista verði friðuð fyrir öllum veiðum næstu fimm árin.

2. Starfshópurinn leggur til að lundi verði friðaður fyrir öllum veiðum næstu fimm árin.

3. Meirihluti starfshóps leggur til að þegar veiðar á lunda hefjast á ný verði veiðitími fyrir hlunnindaveiði í háf endurskoðaður.

4. Meirihluti starfshópsins leggur til að svartfuglar (langvía, stuttnefja, álka) verði friðaðir fyrir öllum veiðum, þ.m.t. eggjatöku, næstu fimm árin. Sérálit frá Skotvís og Umhverfisstofnun í viðaukum A-B.

5. Starfshópurinn leggur til að vöktun þessara fimm tegunda sjófugla verði stórefld og fylgst verði með þróun stofna þeirra til þess að hægt verði að endurmeta ástandið að fimm árum liðnum. Þá er lagt til að sett verði skýr stjórnunarmarkmið til framtíðar fyrir þessar tegundir og viðmið fyrir þau skilyrði sem tegundirnar þurfa að uppfylla til þess að veiðar megi hefja að nýju (viðmið um nýliðun og stofnstærðir). Sjá einnig til-lögur frá Skotvís í viðauka B.

6. Meirihluti starfshópsins leggur til að þegar veiðar hefjast á ný verði tímamörk skv. 17. gr. laganna fyrir afléttun friðunar allra fimm tegunda sem fjallað var um endurskoðuð og jafnframt hugað að öðrum aðgerðum sem stuðlað geti að verndun og sjálfbærri nýtingu þeirra. Sérálit frá Skotvís í viðauka B.

7. Starfshópurinn leggur til að veiðiskýrslur verði mun ítarlegri, þannig að upplýsingar fáist um tegund veiða, tegund veiðarfæra, og tímasetningu veiða

8. Starfshópurinn leggur til að gerð verði sú breyting á veiðikortakerfinu að þeir sem tíni egg skuli hafa veiðikort og eggjataka verði skráningar-skyld.

9. Starfshópurinn leggur til að áréttað verði að ruðningur eggja úr fugla-björgum er bannaður.

10. Meirihluti starfshópsins leggur til að gripið verði til almennra aðgerða til þess að styrkja friðun og uppbyggingu stofna lunda, svartfugls og teistu. Hópurinn bendir á að fjöldi fuglabyggða er innan friðlýstra svæða sem njóta ákveðinnar verndar. Þrátt fyrir það hefur veiði á ákveðnum svæðum verið stunduð í miklu magni. Sérálit frá Skotvís í viðauka B. 


bjarnarey_2007_081_-_copy.jpg


Það sem strax vakti furðu mína og stakk mig varðandi mál þetta var samsetning  starfshópsins. Það er að mínu mati  mjög sérstakt að ekki skulu vera til kallaðir hagsmunaaðilar frá því svæði (Vestmannaeyjum)þar sem lunginn af að minnsta kosti lundanum heldur sig og þar sem árleg veiði hefur verið um 70% af heildarveiðinni  á landinu  öllu. Þá var það einnig vitað að það voru veiðimenn í Vestmannaeyjum  sem höfðu forgöngu um að takmarka veiðitímann  þegar ljóst þótti að ekki var allt með felldu.

Hvað um það. Það velkist enginn í vafa um að fæðuskortur er ástæða þeirra vandkvæða sem  sér í lagi  „svartfuglinn „ Langvía, stuttnefja, álka og lundi glímir við í dag en Teista sem telst einnig til svartfugla, lifir á sprettfiski og botnlægum krabbadýrum  og  heyrir þess vegna ekki undir þann hóp sem vilji er til að setja á válista  vegna fæðuskorts. Það er þess vegna  mjög sérkennilegt að hún skuli vera tekin með inn í þetta dæmi.

Ég hef ekki neina sérstaka skoðun á því hverju fæðuskorturinn sætir en líklegt er  að það sé samspil margra þátta,  svo sem hlýnun sjávar, afrán ránfiska, (mögulega makríll) .dragnótaveiðar og kannski eitthvað fleira. 

Þar sem ég hef í rúmlega 40 ár stundað lundaveiðar og eggjatöku í Bjarnarey sem er ein af  úteyjunum  við Heimaey, áttar maður sig fljótlega á breyttum aðstæðum í náttúrunni. Það hafa komið ár þar sem við höfum orðið varir við pysjudauða og veiði hefur verið léleg.  Það hefur samt aldrei verið viðvarandi eins og upp á síðkastið.

 Vísindamenn hafa veitt því athygli að  þegar sjávarhiti eykst, breytist struktúrinn í lífríki sjávar og hefur það neikvæð áhrif á ýmis vistkerfi  eins og t.d fugla sem lifa á sandsíli.  Ef tímabundin hlýnun sjávar er ástæðan skulum við  vona að það fari að kólna aftur . Við þurfum samt ekki að örvænta , því svartfuglar  geta orðið ansi gamlir og verið virkir í varpi  frá 5 ára aldri fram yfir tvítugt að því að talið er en elsti lundi sem endurheimst hefur, var 38 ára gamall en meðalaldur lunda er  talinn vera 20-25 ár. Við höfum því  sem betur fer upp á nokkur ár að hlaupa  hvað þetta varðar.

Sumarið 2005 tókum við eftir að lítið æti virtist vera kringum „Eyjarnar „. Þar sem í venjulegu árferði  að vor eða sumarlagi átti að vera krökkt af fugli á sjónum við Bjarnarey, sást nú ekki fugl.

 Rétt er að taka fram að af 17 lundaveiðistöðum í Bjarnarey eru  16 þeirra út við brún en aðeins einn inni í miðri lundabyggðinni.Hefðbundið lundaveiðitímabil  var áður fyrr  bundið við tímann , frá og með  11. viku sumars til og með 17. viku sumars.  Því var síðan breytt og undanfarin ár hefur  mátt byrja veiði 1. Júlí og hætt  15.ágúst.  Upphaf veiðitímans er ákveðið með hliðsjón af því ,að um þær mundir ætti lundapysjan að vera skriðin úr egginu og foreldrarnir farnir að bera í hana síli. Allir alvöru lundaveiðimenn láta sílisfuglinn óáreittan svo hann geti borið í pysjuna  ætið og komið henni á legg. Veiðin hefur því  í gegnum tíðina byggst á unga fuglinum(ókynþroska) sem þegar allt er í standi, leikur fluglistir sínar helst við bjargbrún í uppstreyminu .Í Bjarnarey háttar þannig til eins og að ofan greinir  að 94% lundaveiðistaðanna er út við brún. Því miður eru þekkt  nokkur dæmi um veiðimenn  sem hafa freistast til að veiða sílisfuglinn,  með þeim afleiðingum að lundabyggðirnar kringum þessa veiðistaði  hafa spillst meira eða minna með því að drepa bæði foreldrana og ungann sem þá sveltur í hel.. Þá hef ég heyrt að sumstaðar  sé við lýði að byrja ekki lundaveiðar á sumri  fyrr en fuglinn fer að bera síli vegna þess að svo miklu auðveldara sé að veiða sílisfuglinn.  Í okkar félagsskap varðar slíkt hátterni  brottrekstrarsök.( Í þessu ljósi er nokkuð lýsandi fyrir fáfræði  og sinnuleysi  fuglafræðingasamfélagsins á veiðihefðum, að vera ekki fyrir löngu búnir að hnykkja á og halda á lofti góðum siðareglum t.d. lundaveiðimanna.)  

Við það að ætið fyrir fuglinn hvarf af heimaslóðinni  var ungi fuglinn ekki lengur við heimahagana  eins og vanalega,  heldur aðeins  „graddinn“ (lundi á varpaldri, 5 ára eða eldri). Sá fugl var  á eggi eða að berjast í því að halda lífi í pysjunni .   Það gefur auga leið að  rannsóknir sem byggðar  eru á aldurssamsetningu fugla úr veiði við slíkar  „abnormal“  aðstæður(þar sem ungi fuglinn er ekki til staðar) , ekki endilega dauður heldur hefur farið þangað  sem hann hefur æti,  sýna miklu hærra  hlutfall eldri fugls. Það er þess vegna  óþolandi, þegar  módelið er gjörbreytt, að halda því á lofti  að hlutfallslega sé  uppistaðan í lundaveiði  í  Vestmannaeyjum miklu eldri fugl  en áður var talið.   Ekki einungis er réttu máli hallað, heldur um leið kastað rýrð á fyrri rannsóknir og náttúruvænar veiðihefðir. Frá árinu 2004, þegar veiddust rúmlega 9000 lundar á 26 skráðum veiðidögum  í Bjarnarey, til ársins 2008,(900)  lundar á 7 veiðidögum þegar síðast var veitt, hafði fjöldi veiddra lunda  dregist saman um 90%. 
    Fuglafræðingar telja , að ef lundinn þarf að sækja æti  mikið umfram 30 sjómílur frá holu, séu töluverðar líkur á að hann gefist upp og afræki ungann. Þá er talið að hann seinki varpi eða  hætti við ef hann er ekki nógu vel haldinn. Þá er það einnig mögulegt að fuglinn hefji varp annars staðar eða þar sem vistkerfið er lífvænlegra., sbr. töluverð  fjölgun lunda fyrir norðan). Öll umræða um  stærð amk. lundastofnsins  eftir landshlutum er því í algjöru uppnámi. 

 Veiði  í Bjarnarey sumarið 2005 var 40% minni en árið áður.  Það ár  komu  226 pysjur  í  pysjueftirlitið  en pysjueftirlitinu  var komið á fót árið 2003 til þess að leggja mat á fjölda og ástand þeirra lundapysja sem finnast  í Vestmannaeyjabæ  árlega.  Árið 2003 komu 1580 pysjur í pysjueftirlitið,  2004 1319 pysjur,  2005 226 pysjur , 2006 91 pysja,   2007 1654 pysjur,  2008 354 pysjur,  2009 500 pysjur, 2010 12 pysjur og 2011 27 pysjur. Frá árinu 2005 hefur viðvarandi óstöðugleiki í framboði á sandsíli  endurspeglað  með einni undatekningu þó, dapra nýliðun  hjá lundanum..  Árið 2007 sker sig þarna nokkuð úr. Ef þessi árgangur hefur skilað sér áfram gæti hann verið skýringin á öllum þeim unga fugli(150-300.000) sem úteyjamenn urðu  skyndilega varir við í  lundabyggðum  Vestmannaeyja í ágústmánuði 2011.  Skv.  Tilteknu endurheimtuhlutfalli  út frá fjölda „Bæjarpysja“árið 2007  ,(ég perónulega tel þetta hlutfall alltof lágt) má ætla að þarna hafi verið  tæplega 83þúsund  4ára lundar  á ferðinni. Ef þessir fuglar eru úr þessum árgangi er það hið besta mál. Hvar þeir hafa  haldið sig yfir sumarið er ekki vitað, kannski fyrir norðan , allavega þar sem þeir hafa komist af og það er aðalatriðið. Þá er spurning nr. 2. Hvar munu þeir hefja varp næsta sumar?


pysjan_003.jpg

Ómar Stefánsson, veiðimaður í Bjarnarey kannar ástand lundapysja í holu í Bjarnarey sumarið 2008.

Sumarið 2008 veiddu Bjarnareyingar tæplega 1000 fugla  sem er um 10% af veiði í meðalári. Sumarið  2009 ákváðum við Bjarnareyingar  að hætta  lundaveiði , enda í rauninni sjálfhætt þar sem ungi fuglinn var ekki til staðar. Úteyjafélögin með félag bjargveiðimanna  í  broddi fylkingar hafði forgöngu um veiðitakmarkanir  frá árinu 2008. Algjört  veiðibann  á lunda var síðan  sett á í Vestmannaeyjum  sl.sumar(2011)  vegna ástandsins.

Ef hægt er að tala um eitthvað jákvætt í þessu sambandi, þá kemur fyrst upp í hugann gott ástand í fæðubúskap lundans fyrir norðan. Veiðimenn og vísindamenn  þar(sbr. rannsóknir í Grímsey á Steingrímsfirði, Málmey, Drangey, Grímsey, Flatey á Skjálfanda og í Mánáreyjum(Lágey), eru þess fullvissir að  mikil fjölgun hafi orðið á fugli . Hvernig fjölgunin er til komin er ekki ljóst en athyglisvert er að hún virðist allavega vera bundin við þessar eyjar. Hvaðan fuglinn er kominn, liggur ekki ljóst fyrir. Búsetuhlutföllin  eru  að breytast (suður/norður) og  svæðið fyrir  norðan að bæta  við sig og þá um  leið  að laga afkomu stofnsins í heild.

Þá má benda á að fullorðni  fuglinn allt í kringum landið, virðist hvergi hvergi svelta. Ekki  hafa heyrst raddir um að dauðan svartfugl, langvíu, stuttnefju, álku teistu eða  lunda hafi rekið á fjörur landsins. 

 

sigspili.jpg
Sigspil veiðifélags Bjarnareyinga sem er okkar eigin uppfinning.

Svartfuglseggjaka  og lundaveiði  hefur verið stunduð í Vestmannaeyjum frá ómunatíð. Hlunnindi þessi ásamt öðrum bjargnytjum  forðuðu landsetum Eyjanna frá sulti þegar illa áraði til sjávar eða sveitar.  Ekki nóg með það en  lengi vel heyrðu Vestmannaeyjar undir Skálholtsbiskupsstól og fóru skipsfarmar  af  verkuðum fiski, fuglakjöti og eggjum  á biskupssetrið.

Nýting svartfugls(langvíu) Stuttnefja er varla teljandi) í Vestmannaeyjum hefur gjörbreyst frá fyrri tíð.  Sumar þær veiðiaðferðir sem viðhafðar voru fyrr á öldum  t.d.  að snarafuglinn  inni á bælinu um það leyti sem unginn var að brjótast út úr egginu  en þá var hann gæfastur voru ekki  skynsamlegar og  leiddu sumstaðar þar sem hart var fram gengið  til þess að fuglinn eyddist, t.d. (Bjarnabæli, Stórabæli í Bjarnarey).  

halli_geir_undir_hrutaskoru.jpgHalli Geir í sigi í Bjarnarey við Hrútaskoru .

Fyrir  einum mannsaldri eða svo var sigið í öll svartfuglseggjabjörg í úteyjunum  við Vestmannaeyjar.

Bjarnarey, Elliðaey, Ystaklett, Smáeyjar, Álsey , Brand, Suðurey, Hellisey, Súlnasker, Geldung, Geirfuglasker, Stórhöfða , Ofanleitishamar  og  fl. á Heimalandinu. Árlegur afrakstur var um 30þús. egg.  Til samanburðar þá hefur í seinni tíð,(sl. 20-30 ár) einungis verið sigið eftir svartfuglseggjum í Bjarnarey. Í Súlnaskeri, Geldungi og Geirfuglaskeri eru einnig sótt egg en ekki þarf að síga eftir þeim , þar sem fuglinn verpir ofan brúnar .   Árlegt magn eggja undanfarin ár úr þessum björgum  giska ég  á að sé um  5000 egg, +/-,   sem er aðeins tæp 17% af þeim  fjölda eggja  sem áður voru hirt.Öll svartfuglseggjabjörg  við Vestmannaeyjar að undanskyldum í Bjarnarey og „suður „Skerjunum hafa því  sjálfkrafa,  verið friðuð í tugi ára fyrir svartfuglseggjatöku. 

  

eggjagengid1.jpg


Eggjagengið vorið 2007.Við Bjarnareyingar erum vanir að fara til eggja í Bjarnarey í kringum 20.mai ár hvert  og dveljum við í eynni  í  3-5 daga . Sá hópur samanstendur yfirleitt af 8-10 félagsmönnum auk gesta  sem  áhuga hafa á þessari undraveröld sem úteyjalífið býr yfir.  Misjafnt er milli ára hvernig staðan er á varpinu. Stundum er fuglinn kominn vel af stað en í annan tíma lítið orpinn.  Við kjósum helst að hann sé um það bil hálforpinn. Þá eru mestar  lýkur að fá óstropuð egg  en eftir að fuglinn hefur orpið,  mega ekki líða fleiri en 3-4 dagar þar til þau eru tínd/hirt.  Þar sem Bjarnarey er girt  rúmlega 100m háum þverhníptum hömrum , þarf að síga  eftir hverju einasta eggi. Þau rúmlega 40 ár sem ég hef stundað eggjatöku í Bjarnarey höfum við  sökum nannfæðar og tímaskorts, aldrei náð að komast yfir hana alla á þessum 3-5 dögum.   Í gamla daga , fyrir 80 árum fóru 16 menn til eggja í Bjarnarey. Ekki var farið fyrr en fuglinn var vel orpinn. Þá skipti ekki máli, þótt farið væri  að renna svolítið til í eggjunum, komin pínulítil augu  og smá  fiður. Þeir skiptu liði og aðsótti annað gengið vestur-hliðina en hitt gengið  austur-hliðina.  Skv. Húnboga Þorkelssyni frá Sandpýði komu mest 10.þús. egg úr Bjarnarey en vanalega voru þetta um 8þús. egg.  Í minni tíð höfum við mest tekið um  4 þús. egg en venjulegast er að þau séu um 2-3þús. 


bjarnarey_2007_085_-_copy.jpg

Halli Geir í Jónsskorusigi 2007.


Hvað varðar afkomu , eggja/ungaframleiðslu langvíu  í Bjarnarey undanfarin ár, voru árin 2005, 2006 og 2007 léleg. 2008 og 2009 góð. Vorið  2010 var ekki sigið eftir eggjum í Bjarnarey þar sem gríðarlegt hrun hafði átt sér stað að norðanverðu í Eynni í mai mánuði  og ekki þótti á það hættandi  að fara um bergið  um þær mundir. Árið 2011 var gott fyrir svartfuglinn  en mjög sérstakt .  Eggjamenn mættu í Eynna á vanalegum tíma kringum 20.mai. Kom  þá í ljós að svartfuglinn var ekkert orpinn og fundust aðeins 3 svartfuglsegg.

hrun__bjarnarey_11.mai_2010_002_small.jpg


 


Talið er að um 10þús. tonn hafi hrunið úr Réttarhaus í Bjarnarey 11.mai 2010.
Um mánaðarmótin mai/júní virtist þó eitthvað vera að gerast hjá fuglinum og meðfylgjandi myndir sem annarsvegar eru  teknar 07.júní og hins vegar 23 júní á bæli sem við köllum Hrútaskorubælið sýna svo ekki verður um villst að ábúðarhlutfallið  og varpið var með eðlilegum hætti þó seint væri. það skal einnig tekið fram að sigið hefur verið á bæli þessi  á hverju vori  áratugum saman.  
Ábúðarhlutfallið  og líkleg eggjaframleiðsla skv. ljósmyndum þessum getur með engum  hætti  endurspeglað  almenna 30-40% fækkun langvíu sunnanlands  eins og haldið hefur verið fram (skýrsla starfshóps umhverfisráðherra)

hrtaskorubli_7.jn_2011_014_small.jpg

Mynd tekin 7. júní 2011

svartfugl_og_vernd_003_small.jpg

Mynd tekin 23. júní 2011.

 Það sem var svo jákvætt  í  framhaldinu, var að sílisbúskapurinn hélst  í lagi við Eyjarnar fram  yfir miðjan júlí þegar  sílið virtist hverfa  tímabundið en þá var svartfuglapysjan synt  til hafs. Lundapysjan  en ungatímabil hennar(sá tími sem líður frá því að ungi kemur úr eggi og fer úr hreiðri), (lágmark 35 dagar) er miklu lengra heldur en  langvíupysjunnar(lágmark 15 dagar) . Lundapysjan var þá aðeins „hálfgerð“ í holunni og varð illilega fyrir barðinu  á sílisskortinum og drapst hún umvörpum.

Skotveiðar  á svartfugli hafa aldrei verið miklar við Vestmannaeyjar.  Aðallega er þar um að kenna rysjóttu veðri  sem algengt er á þessu hafsvæði   í apríl en sæmilega sléttur sjór er nauðsynlegur ef einhver árangur á að nást þar sem ekki er vanalegt að skjóta fuglinn á flugi heldur þegar hann situr á haffletinum. Það sem helst hefur svo takmarkað skotveiðar við Vestmannaeyjar síðustu ár, er að ætið sem fuglinn sækist eftir hefur  verið langt undan og fuglinn þar með líka, svo skotveiðimenn   hafa hvorki haft burði né getu til að komast í tæri  við hann.  Fuglinn hefur því af náttúrulegum   ástæðum friðað sig sjálfur fyrir skotveiði.

Netaveiði við Vestmannaeyjar hefur dregist verulega saman seinni  ár  í kjölfar breyttra áhersla í útgerð. Grásleppu og kópaveiðar eru einnig óþekktar  hér um slóðir og sem betur fer hefur  hvorki refur eða minnkur náð fótfestu hér  í Vestmannaeyjum.


a.jpg

Við sólarupprás. Krossinn í Bjarnarey, minnisvarði um hrapaða. Eyjafjallajökull í bakgrunni.Að öllu framansögðu er það skoðun mín  að tillögur starfshóps umhverfisráðherra  um  friðun allra svartfugla  á landsvísu í 5 ár séu algjörlega ónauðsynlegar og vanhugsaðar. Engar rannsóknir eru til hjá opinberum aðilum  um   afkomu (varpárangur, ungaframleiðslu) svartfugls (langvíu,stuttnefju, álku) í Vestmannaeyjum  eða annars staðar árum saman eftir því sem ég best veit. Samt er allt lagt að jöfnu, (lundi, langvía, stuttnefja,  álka og teista). Slík vinnubrögð eru   því miður til þess fallin að reka fleyg  milli hins svokallaða vísindasamfélags og veiðimanna. Ekkert er talað um hvernig ástandið hér sunnan lands þurfi að lagast og hve lengi,til þess að óhætt væri að hefja veiðar/eggjatöku  aftur  í Eyjum eða á landsvísu.

 Ég er þeirrar skoðunar að veiðimennirnir  heima í héraði  séu oftast  þeir sem „ríkasta“ hafa hagsmunina af velferð  fuglastofnanna  og  séu best til þess fallnir og meðvitaðir um  að umgangast fuglinn á sómasamlegan hátt  hverju sinni .  Þó velferð fuglastofnanna sé það sem mestu máli skiptir í þessu, má ekki gleyma þeim menningarverðmætum sem  felast í verklagi  og félagsskap veiði og sigmanna .Þar er um að ræða aldagamlar hefðir  sem  kunna að glatast að nauðsynjalausu.

Alsherjar friðun mun klárlega, sérstaklega þar sem allt er í stakasta lagi í vistkerfinu,  valda ófriði og sundurþykkju,  þar sem verulegir hagsmunir eru í húfi og   allt of mörgum spurningum  ósvarað. Það er mín skoðun að frekari rannsókna(talning, merkingar, varpárangur, afföll v/veiða eða arðráns) sé þörf, sérstaklega hvað varðar  afkomu  svartfugls(langvía, stuttnefja,álka.)  hér sunnan lands . Þá  hefur ekki verið  hægt að fullyrða neitt um  um hreyfingar tegundanna milli svæða, t.d. (suður/norður).

 Saltabergi, Vestmannaeyjum  3. febrúar  2012.

Haraldur Geir Hlöðversson, lundaveiði og sigmaður í Bjarnarey.


 
< Fyrri   Nsti >

Vefsuger og hsing: Veflausnir.is