Forsíða
Um Bjarnarey... >>
Lundinn... >>
Lundaballið
Úteyjavísur
Markverðir atburðir
Sögur og sagnir
Uppskriftir
Ýmislegt
Fuglahljóð
Gestabók
Hafðu samband
Myndir
Senda inn uppskrift
Sjófuglarannsóknir

Tnt lykilor?
Hverjir eru tengdir
Gestir: 6544175

Lundaballi

1178152200_img_0410.jpgÍ bókinni Saga Vestmannaeyja, 1. bindi eftir Sigfús M. Johnsen sem var prentuð árið 1946 segir:

Fuglamannafagnaðir.
Lundaveisla.

Hana héldu lundamenn sjálfir, er höfðu verið saman í sömu útey, þegar heim var komið. Stóð lundaveislan oft fram á næsta dag með miklum gleðskap og góðum veitingum í mat og víni. Skemmtu menn sér við söng og kveðskap og bar margt á góma frá samverustundum í viðlegunni í úteyjunum.

Julsveisla.
Þeir, sem höfðu á hendi "sóknina" á lunda í úteyjar til viðlegumanna, fengu fyrir það vissa fuglatölu af hverri fuglakippu (100 fuglum). En sú kvöð hvíldi á sókningsmönnum, að halda lundamönnum, sem lögðu hinum veiðina í hendur, glaðning eftir lundatímann. Var þetta kallað julsveisla.

Lundaballið eins og það er í dag.
Úteyjafélögin eru sjö og skiptast þau á um að halda lundaböl1178152196_img_0408.jpgl en öll leggja þau til lunda í púkkið. Allur metnaður er lagður í að gera betur en félagið sem var með ballið árinu áður og gera þá miklu betur. Útkoman er oftast alveg bráðskemmtileg skemmtun sem laðar til sín brottflutta og jafnvel gesti sem langar til að upplifa þessa einstöku skemmtun sem lundaballið er. Í dag er litið á lundaballið sem menningarviðburð í Vestmannaeyjum.

Bjarnareyingar héldu lundaballið árið 2005 og lögðu þeir allan sinn metnað í að gera þetta að besta lundaballi fá upphafi. Bjarnareyingar ákváðu að hafa matseðilinn einfaldan en bjóða upp á nokkrar tegundir af lundaréttum og öðru góðmeti úr úteyju. Skemmtidagskráin samanstóð af heiðrunum, verðlaunaafhendingu, kvikmyndasýningu, söng, leiksýningu og fl. og fl.

Vikublaðið Fréttir var mætt með sinn fulltrúa á ballið og hafði hann þetta að segja um lundaballið 2005.

Bjarnareyingar stóðu við stóru orðin. Flottasta lundaball frá upphafi.

Bjarnareyingar lögðu sig alla fram um að slá Álseyingum (Álseyingar voru með lundaballið árið 2004) og öðrum úteyjafélögum við með því að halda glæsilegasta lundaball allra tíma. Það verður að segjast eins og er, að það tókst. Matur þótti góður og skemmtiatriði mörg góð og tímasetningar stóðust sem er meira en hægt var að segja um lundaballið í fyrra. Lundaballið hefur fyrir löngu skipað sér í röð stærstu viðburða í skemmtanalífi Eyjanna þar sem úteyjafélögin gera upp nýliðna vertíð. Mikið er lagt upp úr matnum þar sem lundinn er eðlile1178152223_img_0430.jpgga aðalhráefnið. Er ótrúlegt hvað matreiðslumeisturum Hallarinnar tekst að töfra fram en uppskriftirnar eru ýmist hefðbundnar eða nýmóðins.
Það má ýmislegt segja um skemmtiatriðin á þessu lundaballi eins og öðrum en margt var vel gert og ekki leyndi sér að mikil vinna lá að baki. Þó að aðferðir við lundaveiði hafi lítið breyst í aldanna rás þá hafa lundkarlar tileinkað sér tæknina í ríku mæli , ekki síst myndbandstæknina sem er óspart notuð. Buðu Bjarnareyingar ekki upp á færri en tvær "kvikmyndir" og öllum textum var varpað upp á tjald. Það kom líka í ljós að Bjarnareyingar eiga víða Hauka í Horni og þeir líka óhræddir við að leita að kröftum upp á land þegar kom að skemmtiatriðunum. Meðal þeirra sem stigu á svið þetta kvöld voru yfirlögregluþjónn í Reykjavík, nýskipaður útvarpsstjóri, bæjarstjórinn í Reykjanesbæ og rannsóknarlögreglumaður frá Selfossi. Allt var þetta á laufléttu nótunum en að venju var skotunum beint til annarra úteyja og úteyjakalla. Sum voru í þyngra lagi en vonandi þó ekki þyngri en það að allt verði gróið að ári  þegar blásið verður til næsta lundaballs. 
Svo er það spurningi hvort lundaballið sé það flottasta frá upphafi, svarið er að sjálfsögðu já.

Hvað sögðu lundaballsgestir eftir skemmtiatriðin: Sigurgeir Jónasson, höfðingi þeirra Álseyinga, "Besta ballið frá upphafi, þetta verður aldrei toppað". Einar Ólafsson, höfðingi þeirra Brandara, "Þetta ball verður aldrei toppað".  Hallgrímur Tryggvason, Suðureyingur, "Djöfull var þetta flott hjá ykkur, besta lundaballið frá upphafi". Bragi Steingrímsson, Helliseyingur, grátandi af gleði "Þið eruð bestir, engin spurning". Halldór Hallgrímsson, Ystakletti, "Glæsilegt ball, alveg fráááábær skemmtiatriði og maturinn fráááábær". Hörður Þórðar. Elliðaeyingur brosti út í annað.

Samantekt Pétur Steingríms.


Lundaballið 2007 er í höndum Elliðaeyinga, 2008 sjá Helliseyingar um ballið, 2009 sjá Ystaklettmenn um það og .................................

 
Vefsuger og hsing: Veflausnir.is