Forsíða
Um Bjarnarey... >>
Lundinn... >>
Lundaballið
Úteyjavísur
Markverðir atburðir
Sögur og sagnir
Uppskriftir
Ýmislegt
Fuglahljóð
Gestabók
Hafðu samband
Myndir
Senda inn uppskrift
Sjófuglarannsóknir

Tnt lykilor?
Hverjir eru tengdir
Gestir: 6545984
b.jpg


Veri velkomin heimasu Veiiflags Bjarnareyinga. Flagi mynda rmlega 30 einstaklingar sem hafa a helst a markmii snu a veia lunda, sga eftir eggjum fls og svartfugls og njta ess a vera til fallegasta sta veraldar. v markmii leigjum vi af Vestmannaeyjab Bjarnarey, hrikalegustu en um lei fallegustu teyjuna.ar eigum vi gtis skla sem daglegu tali er kallaur BLI.

Tilgangurinn me heimasunni er a safna saman einn sta, upplsingum um Bjarnarey. Halda til haga sögulegum frleik og munnmlum um menn og mlefni sem annars myndi tnast. mun essi vettvangur vera flagslegur fundarstaur okkar netinu. a er von okkar a me tmanum num vi a safna saman umtalsveru magni af upplsingum sem flestum til gagns og gamans.
Eggjataka og vinnuhelgi 18-22 mai 2011

Sælir félagar og gleðilegt sumar loksins en þennan veturinn hefur það ekki gerst áður svo ég muni,  að ekki hafi verið hægt að kíkja út í Eyju einhvern tíma frá því eftir áramót og fram í apríl vegna ótíðar. Sem betur fer birtir öll él upp um síðir þó svo við fengjum smá öskugusu frá Grímsvatnagosinu. Sauðburður hófst í Bjarnarey í endaðan apríl og virðist koma vel út með nýju hrútunum af Ströndum. Því miður voraði ekki eins vel hjá lundanum  ritunni og svartfuglinum og greinilegt að lítið sem ekkert æti er hér á heimaslóð. Sem dæmi þá fundum við aðeins tvö svartfuglsegg austur í Skoru fimmtudaginn 19.mai þar sem hefðu átt að vera u.þ.b. 300 á sama stað og tíma.  Stewart Smith  svartfuglaeggjasafnari vinur okkar frá Englandi sem heimsótt hefur okkur árlega frá því árið 2000 með einni undantekningu þó, náði ekki einu einasta svartfuglseggi. Það var þó sárabót fyrir hann að ég fór með hann í Teistuhelli þar sem við fundum tvö teistuegg.
Fram að þessu hefur varla sést fugl í bjarginu en í gær 30.mai átti ég erindi út að Bjarnarey og þá loksins var nokkuð líflegt í berginu. Fróðlegt verður að fylgjast með hvort svartfuglinn verpi héðan af. Þá sást einnig nokkuð af lunda á sjónum kringum Eynna. Fýllinn virðist plumma sig ágætlega en ég var  rétt áðan að gúffa í mig þremur soðnum eggjum,,dásamlegt!! slokvilidsmenn_4_s.jpg 
                   

"Besti" hluti B vaktar slökkviliðsins af höfðuborgarsvæðinu ábúðarmikill á svipinn ásamt félaga okkar Lofti Þór Einarssyni.Efri röð frá vinstri: Ingólfur Ólafsson, Eyþór Leifsson, Ari Hauksson,   Jörgen Valdimarsson, Sigurður "Siddi" Sigurðsson,
Miðja: Guðmundur Guðjónsson, Sigurður Arnar Jónsson, Ragnar Guðmundsson, Loftur Þór Einarsson,
Neðsta: Darri Þorsteinsson, Davíð Friðjónsson.

Af málefnum félagsins er það að segja að þeir hörðustu létu ekki deigan síga og skelltu sér í Eynna fyrrnefnda helgi  og nutu lífsins í starfi og leik. B vakt slökkvlliðsins var heldur ekki handónýt og tóku hressilega til hendinni við nýsmíðar og viðhald. Eiga þeir þakkir skildar fyrir framlag sitt. Af framkvæmdum er það að segja að nokkra metra vantar upp á að ljúka lagningu dregaranna en efniviður var á þrotum. Annars er allt efni til verandarsmíðanna komið út og aðeins spurning um vinnuframlag hver framvindan verður. Nýjum opnanlegum glugga var komið fyrir á nýja baðinu en glerið er í pöntun.

Segjum þetta gott að sinni.


Inns. texti og myndir: Halli Geir.

 
gmlu gu !!
Var að gramsa í gömlum myndum þegar ég rakst á þessar tvær sem eru teknar í bílskúrnum á Saltabergi 25.Júlí 2002 þegar allt lék í lyndi hjá okkur lundaköllum.

hamfl.2002_small.jpg

                                                                Pétur matarlegur á svipinn með lundabringurnar.


img_0002_small.jpg                                                               Gísli, Halli og Gummi vígalegir að lokinni hamflettingu.Innsetn. mynda og texti:

Halli Geir.


 
Ljsmyndir r Bjarnarey teknar fyrir rmum 50 rum sanAlfreð Óskar Alfreðsson, vosi, kom að máli við mig og kvaðst hafa verið að gramsa í gömlu dóti og þá rekist á þessar myndir sem hann tók sjálfur út í Bjarnarey, sennilega sumarið 1956 eða 7. en hann hefur þá verið nýfermdur.myndir_fr_alfre_1_small.jpg

Á þessari mynd eru frá vinstri: Lárus Árnason(Lalli á Búastöðum) Sigfús Johnsen(Siffi). Ef einhver þekkir þann næsta væri flott að fá vitneskju um  nafn hans,  Þá er það Tommi,(Tómas Geirsson) pabbi Geirrúnar mömmu Steingríms Jó og þeirra bræðra og Reynir Másson á Tanganum  að ég best veit. Hafði samband í dag við Mugg frænda og fékk  upplýsingar um manninn á milli Siffa og Tomma en það ku vera Ólafur A Sigurðsson, Gunnarssonar Ólafssonar athafnamanns í Vestmannaeyjum á fyrrihluta síðustu aldar.alfre_2_small.jpg


Á þessari mynd frá vinstri talið. Sigfús í dyragættinni, Lalli fyrir miðju  en sá með sólgleraugun er skv. áletrun aftan á myndinni einhver "Runi". Flott væri að vita eitthvað meira. Skv. Mugg er þetta Jón Runólfsson frá Bræðratungu. Jón Átti heima í mjög fallegu og sérstöku húsi við Heimagötu beint á móti húsi nr. 24 þar sem starfsemi AA er núna til húsa. Því miður fór þetta hús undir hraun og eyðilagðist. Jón starfaði sem verkstjóri í áhaldahúsinu fram að gosi. Jón er m.a. bróðir Harðar Run og pabbi Ingu hans Friðfinns í (EX) Eyjabúð.img_0003_small.jpgÞá er það mynd af myndasmiðnum sjálfum , Alfreð Óskari Alfreðssyni með pensilinn á lofti.


img_0002.jpgÓnefndur heimalningur, Siffi með pelann og Lalli í dyragættinni.
Texti og innsetning mynda Halli Geir. 
Httulegasta starfi(ija) Bretlandi.


Eftirfarandi grein sem birtist í tímaritinu, The Harmsworth Magazine segir frá eggjatöku og bjargsigi á austurströnd Englands á fyrrihluta síðustu aldar. Eftir því sem næst verður komist eru aðferðir "Tjallanna" ekki ósvipaðar og viðgengust hér í Eyjum fram á okkar daga.

_bjrg__englandi._001_large.jpg
Hvert gengi samanstóð af 3-4 undirsetumönnum auk sigmanns. Sigmaðurinn hafði svert leðurbelti um mittið. Aftan til og niður úr belti þessu gengu tvö sett af ólum  undir lærin sem komu saman að framan í tvær sylgjur sem sigvaðurinn sem skv. ljósmynd er þríofinn líklega hampur var hnýttur í.


_bjrg__englandi._002_large.jpg


Sigmaðurinn hefur meðferðis og týnir eggin í svokallaða eggjaburu eins og  þekkist hér á landi, þó notkun hennar hafi ekki verið almenn hér í Eyjum.  Þá kemur fram að þeir notuðu svokallan "guide-rope" sem kemur í staðinn fyrir það sem við köllum "fastaband". Það er bundið fast í hæl eða berghald uppi á brúninni og lafir niður við hlið sigmannsins. Kaðal þennan notar sigmaðurinn til að stýra sér, og með því að kippa í hann með sérstökum hætti, lætur vita hvort undirsetumenn eigi að hífa eða slaka sigvaðnum. Þá nýtist kaðall þessi vel þegar "haft er á" eins og sagt er þ.e.a.s. hífa þarf sigmanninn upp. Hann hjálpar þá til með því að hífa sig á fastabandinu,(guide-rope).

_bjrg__englandi._003_large.jpg
  
Undirsetan var á höndum eins manns. Reynt var að gefa á bolta eins og við köllum það. Þ.e. sigvaðnum brugðið með tveimur eða þremur vöfum um hæl, bolta eða grjótnibbu fyrir framan undirsetumanninn sem hafði komið sér vel fyrir með góða viðspyrnu. Um mittið hafði hann svert leðurbelti til að hlífa núningi við bakið  en sigvaðurinn var látinn liggja aftur fyrir bakið þegar gefið var eða haldið.
_bjrg__englandi._004_large.jpg


 
Sagt er frá því í greininni að sighefðin hafi gegnum aldirnar  gengið mann fram af manni, frá föður til sonar. Eiginleikar góðra sigmanna eru tíundaðir og þeir sagðir með stáltaugar eða öllu heldur taugalausir, fimir eins og apar, fótvissir eins og fjallageitur og með afbrigðum úrræðagóðir við þessa stórhættulegu iðju sína.
Þá er minnst á að þeir hafi þar sem þeir komust um, sigið tvisvar á sömu bæli og þá líklega hreinsað fyrra varpið.  Ef það er gert kerfisbundið árum saman á sömu bælum og ef saman fara léleg afkomuskilyrði hjá fuglinum  leiðir það til hruns í stofninum. Eggjataka á þessu svæði í Bretlandi var bönnuð í kringum 1950. Fuglafræðingar hafa haldið því fram að við bestu hugsanlegu aðstæður hjá svartfuglinum verpi helmingurinn aftur, ef hann hefur verið rændur eða varp misfarist að öðru leyti. Við léleg skilyrði verpir fuglinn ekki, eða  bara einu sinni. Spurning hvort  "sumir" hér í Eyjum sem ræna kerfisbundið allt fyrra varpið, ættu ekki að taka notice af þessu nema þeim sé bara  slétt sama hvort fuglinn(langvían)  lendi á válysta með dýrum í útrýmingarhættu. 
Samantekt, 23.12.2010. Halli Geir. 
 
Fari me setningsf Bjarnarey


fari_me_setningsf__bjarnarey__haust_2010._001_small.jpg

  Sunnudaginn 24.október var farið með ásetningsfé í Bjarnarey. Frændurnir Heiðar og Kiddi  leggja línurnar.                                    


fari_me_setningsf__bjarnarey__haust_2010._003_small.jpg

  Yngvi og Kiddi ábúðarmiklir í Lubbunni en við stjórnvölinn var Gústi Óskars fyrrv. vélstjóri í Fiskiðjunni.fari_me_setningsf__bjarnarey__haust_2010._004_small.jpg

                                                               Teknar voru 6 hífur og gekk allt eins og í sögu.

fari_me_setningsf__bjarnarey__haust_2010._005_small.jpg


 Pétur Steingríms við spilið. Búrið komið upp 120 metrana  og því næst var bómunni slegið inn fyrir brúnina og fénu hleypt út. Myndir og texti Halli Geir.
 
Sley Haraldsdttir fyrst til a vera hf upp Bjarnarey Ofangjafarnefi sunnudaginn 19.sept.2010
Sóley Haraldsdóttir 14 ára fyrst til að láta hífa sig upp á Ofangjafarnefi.  Ofangjafarnef er nyrst á Bjarnarey og þar hífa viðlegumenn upp vistir sínar. Bergið er þverhnípt og um 12om hátt. Í gegnum tíðina hafa Bjarnareyingar oft haft á orði að láta hífa sig þarna upp ,þ.e.a.s. fara þægilegu leiðina upp í Eynna en ekki látið verða af því. Sá eini sem ég veit um að hefur farið þessa leið, reyndar öfuga,  niður, var Hjálmar Brynjólfsson(Hjalli í Neista) en hann hafði fengið fyrir hjartað í haustsmölun um árið.
Hvað um það, leiðangurinn sem  annars var farinn til eftirleitar á sauðfé gekk vel enda vanir menn á ferð.

afm._hjddu__sley_hf_upp__eyju._040_small.jpg

Lagðir af stað. Á  myndinni sést höndin á  Ingva Sigurgeirs, Sóley(hálf kvíðin???), Ægir, Kiddi og Pétur tilkynnir sig úr höfn.
Halli Geir tók myndina.

afm._hjddu__sley_hf_upp__eyju._043_small.jpg


Stelpan komin upp og ótrúlega slök að sjá, eða þá sérstaklega góð leikkona.
Myndataka:Halli Geir.

afm._hjddu__sley_hf_upp__eyju._044_small.jpg

Sóley með þeim Kidda og Ægi sem sáu um hífinguna ásamt "Gamla"(Halla Geir) en Pétur og Ingvi voru niðri á bát. Búnaður sem notaður var við hífinguna var eftirfarandi: Ofangjafarspilið, Yanmar 9 hp diesel mótor sem knýr glussadælu sem snýr spiltromlu með 6mm stálvír. Hámarkslyftigeta spils um 200kg og slitþol vírs um 1.5 tonn. Þa var notaður 12mm nælonvaður til öryggis. Þá notaði Sóley sigbelti og tvöfalt sett af karabínum auk sighjálms.
Myndataka:Halli Geir.


afm._hjddu__sley_hf_upp__eyju._046_small.jpg

Hópurinn upp við Ból eftir smölunina sem gekk vel. Svo virðist sem eitthvað af fé hafi týnst í vor og sumar en engin hræ hafa fundist. Uppi eru grunsemdir um að einhverjar kindur hafi hugsanlega farist í stóra hruninu í vor.


 
Enn hrynur r Bjarnarey.

Í morgun, fimmtudaginn 13.mai 2010 þegar við fjárbændur í Bjarnarey huguðum að sauðburði í Eynni tókum við eftir nýlegu hruni austast á nyrðri Hafnarbrekkunefinu neðan við neðri lundaveiðistaðinn. Hrun þetta er smávægilegt miðað við fyrra hrun en samt þó nokkuð í venjulegum samanburði.

img_0084_640x480.jpg


img_0083_640x480.jpg
img_0086_640x480.jpg
Texti og myndir:Halli Geir.
 
<< Byrja < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 Nsta > Sasta >>

Niurstur 14 - 26 af 95

Vefsuger og hsing: Veflausnir.is