Forsíða
Um Bjarnarey... >>
Lundinn... >>
Lundaballið
Úteyjavísur
Markverðir atburðir
Sögur og sagnir
Uppskriftir
Ýmislegt
Fuglahljóð
Gestabók
Hafðu samband
Myndir
Senda inn uppskrift
Sjófuglarannsóknir

Tnt lykilor?
Hverjir eru tengdir
Gestir: 6544174
d.jpg


Veri velkomin heimasu Veiiflags Bjarnareyinga. Flagi mynda rmlega 30 einstaklingar sem hafa a helst a markmii snu a veia lunda, sga eftir eggjum fls og svartfugls og njta ess a vera til fallegasta sta veraldar. v markmii leigjum vi af Vestmannaeyjab Bjarnarey, hrikalegustu en um lei fallegustu teyjuna.ar eigum vi gtis skla sem daglegu tali er kallaur BLI.

Tilgangurinn me heimasunni er a safna saman einn sta, upplsingum um Bjarnarey. Halda til haga sögulegum frleik og munnmlum um menn og mlefni sem annars myndi tnast. mun essi vettvangur vera flagslegur fundarstaur okkar netinu. a er von okkar a me tmanum num vi a safna saman umtalsveru magni af upplsingum sem flestum til gagns og gamans.
Haustsmlun Bjarnarey
Fjárbændur í Bjarnarey smöluðu Eynna Laugardaginn 3.október 2009. Þrátt fyrir heldur leiðinlegt veður, norðaustan kaldafýlu tókst reksturinn vel enda úrvalslið á ferðinni. Í land voru tekin tæplega 90 lömb og var ekki annað að sjá en þau væru vel fram gengin. Hér fylgja tvær ljósmyndir úr leiðangrinum en fleiri myndir er hægt að sjá inni á myndasíðunni.


haustsmlun__bjarnarey_03.okt._2009_023_small.jpg

            Á myndinni má sjá glaðbeittan  Óla Tý taka til hendinni ásamt fleirum en töluvert er um það að 
                                   fjárbændur úr hinum Eyjunum hjálpist að við smölun og slátrun.
 
haustsmlun__bjarnarey_03.okt._2009_007_small.jpg                                                                    Féð rekið niður syðri Hafnarbrekku.haustsmlun__bjarnarey_03.okt._2009_032_small_copy.jpg
                                                                   Féð á leið til lands með lóðsinum.
   


Myndir og inns. Halli Geir 2009..                               
 
Lundaball og annll 2005.

lundaball_26.sept._2009._22_small.jpg

                                                                       Á myndinni eru þeir Jarl, Óli Týr og Obbi.


Lundaballið tókst með ágætum í höndum þeirra Suðureyinga. Skemmtiatriði voru flest í revíustíl og fengum við Bjarnareyingar passlegan skammt. Misjafnar sögur fóru af matnum. Mér persónulega fannst hann vel heppnaður ef undan er skilinn reykti og soðni lundinn þar sem hann er eldaður á gamla mátann. En það hefur ekkert breyst að hann þarf að sjóða í 2og hálfa kst. til 3 tíma svo fólk sé ekki í einhverju stríði að ná kjötinu af beinunum.

lundaball_26.sept._2009._7_small.jpg

Bjarnareyingar sem voru tæplega 50 á ballinu komu saman á Saltabergi í upphitun fyrir skemmtunina. Í forgrunni myndarinnar er kunnugleg persóna í góðum sköpum""".


lundaball_26.sept._2009._8_small.jpg

                                                                                      Bubba, Hjödda og Ágústa


lundaball_26.sept._2009._23_small.jpg

lundaball_26.sept._2009._24_small.jpgÞá er annað mál sem vert er að minnast á en það er að nú er hægt að skoða vídeó inni á lokaða svæði heimasíðunnar. Annáll sem ég tók saman fyrir árið 2005 er núna aðgengilegur félagsmönnum þegar þeir hafa loggað sig inn en til þess að opna fælinn þarf að hala honum niður. Ég læt hér fylgja með póst frá vefstjóranum okkar Ragnari Þór Ragnarssyni.


Kveðja::

Halli Geir.


From: Ragnar Ragnarsson
Sent: 28. september 2009 09:57
To: Heiðar Hinriksson Lögreglan Vestm; Pétur Steingrímsson Lögreglan Vestm
Subject: vídeó

Sælir,

Er loksins búinn að setja myndskeiðin inn á Bjarnareyjarsíðuna,  setti þetta undir lokaða svæðið og er eina leiðin fyrir notendur að niðurhala efninu og skoða það svo, er að vinna í því að finna lausn þannig að notendur geti skoðað þetta á síðunn sjálfri, líkt og á youtube.com, næ vonandi að leysa það en það er ekki til einföld lausn á því!

Kv,

R...
 
Blmsveigur til minningar um Bjarna laf Bjrnsson
AÐ aflokinni messu sem hófst kl.13:00 á sjómannadaginn 07.júní 2009 lögðu þeir nafnar, Bjarni Ólafur Guðmundsson og Bjarni Ólafur Magnússon blómsveig við minnisvarða um nafna þeirra, Bjarna Ólaf Björnsson frá Bólstaðarhlíð sem þeir eru skýrðir í höfuðið á ásamt fimm öðrum en eins og kunnugt er hrapaði Bjarni(Daddi) eins og hann var almennt kallaður, í uppgöngunni úr  svonefndri Hagaskoru suðaustanvert á Bjarnarey 4.júní 1959.


_minningu_bjarna__lafs_bjrnss._7.mai_2009_006.jpg   Talið frá vinstri eru :Bjarni Ólafur Guðmundsson, Bjarni Ólafur Magnússon og
dóttir hans, Gígja. Þá Haukur Guðjónsson frá Reykjum, Örn Einarsson frá Brekku og Ágúst Bergsson en þeir voru með Dadda í eggjum hinn örlagaríka dag ásamt Hlöðvé Johnsen frá Saltabergi sem nú er látinn. Lengst til hægri er síðan Magnús Bjarnason æskufélagi Bjarna sáluga.
Innsetn. texta og mynd...

Halli Geir. 
 
Til minningar um Bjarna laf Bjrnsson(Dadda) fr Blstaarhl.

Fjórða Júní næstkomandi eru liðin 50 ár frá því að Bjarni Ólafur Björnsson(Daddi) frá Bólstaðarhlíð hrapaði í  Bjarnarey 24 ára gamall en hann var fæddur 9.mai 1935. Hann var þá við svartfuglseggjatöku í  suðaustanverðri Eynni í svokallaðri Skoru. Með honum voru, HLöðver Johnsen frá Saltabergi, Örn Einarsson frá Brekku, Haukur Guðjónsson frá Reykjum og Ágúst Bergsson.  Að sögn voru tildrög slyssins   þau að eggjamenn voru allir niðri í berginu í svokölluðum "göngum" sem er lárétt sylla um það bil 15 faðma fyrir neðan brún og liggur suður með öllu berginu en  sigið  er af þessari syllu niður á bæli neðar í berginu. Svo háttaði til að eggjamenn voru orðnir uppiskroppa með eggjakörfur og bauðst Daddi til þess að fara göngurnar til baka og klifra upp á brún og ná í fleiri . Eftir það spurðist ekkert til Dadda  þrátt fyrir leit og eftirgrennslan en talið er að hann hafi hrapað úr uppgöngunni úr Skorunni . Í þann tíð þótti ekki tiltökumál að lesa sig upp úr Skorunni og voru menn ekki taldir liðtækir fjallamenn nema hafa það á sínu færi. Daddi var sagður mjög liðtækur fjallamaður og því hefði þessi sendiferð hans átt að vera honum létt verk. En svo geta brugðist krosstré sem önnur tré. Fráfall Dadda, þessa unga manns í blóma lífsins  var öllum Eyjamönnum  gríðarlegt áfall.

bjarni_lafur_bjrnsson_daddi.jpg
Þar sem um þessar mundir eru þessi tímamót, hafa eftirlifandi félagar Dadda í þessari afdrifaríku
för,ákveðið að leggja blómsveig við minnsvarða hrapaðra og drukknaðra á lóð Landakirkju, sunnudaginn 7.júní


Innsetn: Halli Geir.

 
Sjsvlur og lundar sambli
 

Sjósvölur og lundar í sambýli

Sjósvölur gera sér hreiður í lundaholum
SAMBÝLI stóru sjósvölu og lunda í Elliðaey í Vestmannaeyjum hefur vakið athygli vísindamanna. Í sumar á að rannsaka þetta sambýli betur með aðstoð holumyndavélar, að sögn dr. Erps Snæs Hansens, sviðsstjóra vistfræðirannsókna hjá Náttúrustofu Suðurlands. Sjósvölurnar virðast notfæra sér dugnað lundans við holugröft og gera sér hreiður í lundaholum.

Lundinn er svo innar í holunni sem getur verið meira en 1,5 metra djúp. Lundinn er þrifalegur og útbýr afdrep þar sem pysjan gerir þarfir sínar. Sambýli lunda og sjósvölu af því tagi sem sést hefur í Elliðaey er ekki þekkt annars staðar, að sögn Erps.

Stórar fuglabyggðir
Í Vestmannaeyjum er stærsta lundabyggð í heimi og áætlað að þar sé meira en 1,1 milljón lundahola. Ábúðarhlutfallið, þ.e. hlutfall þeirra para sem verpa, er breytilegt milli ára. Í fyrra var það talið vera 62% og varpstofninn samkvæmt því um 704 þúsund pör.

Stærsta sjósvölubyggð Evrópu er einnig í Vestmannaeyjum. Fjöldi sjósvala þar er áætlaður a.m.k. 150 þúsund pör, en þær gætu verið fleiri að mati Erps. Sjósvalan er þekkt við Atlantshaf og Kyrrahaf. Stærstu byggðir sjósvölu við Atlandshaf eru á eyjum við austurströnd Kanada.

Erpur sagði niðurstöður frumrannsókna í Elliðaey gefa til kynna að útbreiðsla og þéttleiki sjósvölunnar fylgi útbreiðslu og þéttleika lundans. Ætlunin er að kanna þetta í fleiri eyjum Vestmannaeyja.

Lundinn í Vestmannaeyjum hefur átt erfitt uppdráttar undanfarin sumur og fáar pysjur komist upp. Lundavarpinu seinkaði sumarið 2007 um þrjár vikur. Það er mesta seinkun sem sést hefur frá árinu 1971. Könnun þá leiddi í ljós að ekki voru nema 39% af holunum í gangi sem varpholur. Erfiðleikar lundans eru aðallega raktir til skorts á æti, en sandsíli er uppistaðan í fæði lundans í Vestmannaeyjum.

Fæðuskortur og urðarkettir
Erpur sagði vísbendingar um að erfiðlega gangi hjá skrofunum í Ystakletti. Þar er ekki ætisskorti kennt um heldur urðarköttum og að þeir drepi skrofurnar. Kattagreni hafa fundist í skrofuholum og í þeim verið fuglahræ. Einu kattagreni var eytt í Ystakletti í fyrra. Meindýraeyðir Vestmannaeyjabæjar veiddi um 50 ketti á Eiðinu í fyrra en þaðan hefðu þeir getað farið í fuglabyggðirnar í Heimakletti, Miðkletti og Ystakletti. Um var að ræða kettlinga sem enn voru með mjólkurtennur og höfðu því líklega verið bornir út.

Í hnotskurn
» Stóra sjósvala er um 22 sentimetra löng og vegur ekki nema 40-50 grömm. Hún er sjófugl og kemur aðeins til lands um varptímann.
» Sjósvalan er helst á ferli á nóttinni og því sjaldséð í björtu. Aðalvarpstöðvar hennar hér á landi eru í Vestmannaeyjum.
» Skrofur verpa hér á landi aðeins í Ystakletti í Vestmannaeyjum. Þær verpa í holum líkt og lundinn og sjósvalan.
» Fullvaxin skrofa er um 30-38 sentimetra löng og vegur um 300 - 500 grömm hver fugl

Morgunblaðið, maí 2009

Samantekt, Pétur Steingríms.

 
Lundinn Sestur Upp!
Í gærkvöldi  21.04.2009 var lundinn sestur upp, þó í litlum mæli í  austanverðum Stórhöfða. Spennandi verður að fylgjast með hvernig honum reiðir af í sumar hér við Eyjar.

img_8383_small.jpg                                                                              Þessir eru ansi monsaralegir.Innsetn: Halli Geir.
 
Mikilvgi innskrningar suna.
Ég vil minna félagsmenn á að skrá sig inn á síðuna til þess að öruggt sé að þeir missi ekki af sumum erindum og greinum sem einungis eiga erindi til félagsmanna og  birtast bara á baksíðunni(not public).


Kveðja,,

Halli Geir.
 
<< Byrja < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 Nsta > Sasta >>

Niurstur 27 - 39 af 95

Vefsuger og hsing: Veflausnir.is