Forsíða
Um Bjarnarey... >>
Lundinn... >>
Lundaballið
Úteyjavísur
Markverðir atburðir
Sögur og sagnir
Uppskriftir
Ýmislegt
Fuglahljóð
Gestabók
Hafðu samband
Myndir
Senda inn uppskrift
Sjófuglarannsóknir

Tnt lykilor?
Hverjir eru tengdir
Gestir: 6544167
e.jpg


Veri velkomin heimasu Veiiflags Bjarnareyinga. Flagi mynda rmlega 30 einstaklingar sem hafa a helst a markmii snu a veia lunda, sga eftir eggjum fls og svartfugls og njta ess a vera til fallegasta sta veraldar. v markmii leigjum vi af Vestmannaeyjab Bjarnarey, hrikalegustu en um lei fallegustu teyjuna.ar eigum vi gtis skla sem daglegu tali er kallaur BLI.

Tilgangurinn me heimasunni er a safna saman einn sta, upplsingum um Bjarnarey. Halda til haga sögulegum frleik og munnmlum um menn og mlefni sem annars myndi tnast. mun essi vettvangur vera flagslegur fundarstaur okkar netinu. a er von okkar a me tmanum num vi a safna saman umtalsveru magni af upplsingum sem flestum til gagns og gamans.
Fari me hrta og r Bjarnarey 5.des.
Loksins kom að því að dúraði og tækifæri var til að koma hrútum í úteyjar. Föstudaginn 5. des flutti björgunarbáturinn Þór 4 hrúta í Ellirey, einn í Brandinn og tvo í Álsey. Á sama tíma vorum við Bjarnareyingar í samskonar leiðangri. Leifur Gunnarsson frá Gerði reddaði okkur á Friðriki Jessyni í forföllum Óla í Laufási  þar sem eitthvað óstand hefur verið á olíuverkinu í Lubbunni._lei_me_hrta__bjarnarey_2008.jpg


Þarna er mynd af fjárbændum í Bjarnarey, eða gömlu hrútunum en þeir komu allir til baka. Frá vinstri Ægir, Pétur, Kiddi, Heiðar og Halli. Baldvin tók myndina, Ingvi var í Brúnni hjá Leif en Siggi átti ekki heimangegnt.
Farið var með þrjá hrúta. Nokkuð álitlegan lambhrút frá Gísla Óskars og ínu Magnúsdóttur. Tvo hrúta frá Gunnsa Árna, annar þeirra ,tveggja vetra með eitt horn ansi vörpulegu ættaður úr Álsey , (sem er reyndar ekki góður kostur) og hefur fengið nafnið Óli mónó. Hinn aðeins eldri ,sérlega hvítur, kollóttur og holdmikill úr Ellirey(Heldur ekki góður kostur) hefur ekki  ennþá verið gefið nafn. Þá voru einnig með í för 13 ær til vetrarbeitar.


 
hrtar__steja_minnku.jpgNokkur súgur var við steðjann en lagaðist þegar á leið. Baldvin Kiddi og Pétur lempuðu skepnurnar upp flánna, við Heiðar vorum á tuðrunni og Ingvi og Ægir um borð í Friðriki Jessyni.
Svo er bara að bíða vorsins til að sjá hvort naglarnir hafi staðið sig í stykkinu.
fririk_jesson.jpg


                        Þarna er svo mynd af fleyinu Friðriki Jessyni sem sómir sér vel á austurhöfninni.Uppsetning og samantekt 10.12. 2008.

Halli Geir. 
N rnefnaskr me myndum
Hér með vil ég benda lesendum okkar á að nú er komin ný örnefnaskrá um Bjarnarey og er örnefnaskráin sett upp með myndum af eynni. Hægt er að fara inn á linkinn um"Bjarnarey" hér vinstra megin á síðunni  og þaðan inn á linkinn örnefnaskrá.
loftmynd_af_bjarnarey_me_tlum_medium_small.jpg

Haraldur Geir hefur alfarið séð um þetta og hefur hann sett inn myndir af Bjarnarey þar sem hún er sýnd frá öllum hliðum. Örnefnin, þar sem þau eru á eynni eru merkt með tölustöfum.
Hefur Haraldur Geir sett þetta upp á skemmtilegan hátt og hefur hann sett sögur og sagnir með þar sem það á við.
Hvet ég lesendur til að skoða þetta því þetta er mjög fræðandi og skemmtilegt.

Kveðja.
Pétur Steingríms.
 
Flagslyndur svartfugl og vill ekki frelsi
Félagslyndur og vill ekki frelsi

Svartfugl af langvíuætt sem Náttúrugripasafnið í Vestmannaeyjum tók að sér í sumar hefur ekki sýnt neinn áhuga á að fara aftur út í frelsið þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að koma honum þangað.
kristjn_og_svartfuglinn.jpgKristján Egilsson, forstöðumaður safnsins, segir að fuglinum
verði sennilega ekki sleppt fyrr en eftir áramót. "Það var komið með hann í byrjun júlí. Strákar sem voru á tuðru úti á sjó fundu hann kaldan og hraktan. Við tókum hann í fóstur og höfum alið hann í sumar," segir Kristján, sem reyndi að sleppa honum fyrir hálfum mánuði. "Ég fór með hann út í Stórhöfða og setti hann þar á bjargbrúnina, skildi hann þar eftir og labbaði í burtu frá honum. Svo ætlaði ég að fylgjast með honum þegar hann tæki flugið en þegar hann heyrði hljóðið í öðrum fuglum hljóp hann til baka, kúrði sig við hliðina á mér og neitaði að fara."

Kristján segir svartfuglinn mjög félagslyndan og að honum leiðist að vera einn. "Hann kallar sífellt á mig og vill bara fá að vera einhvers staðar nálægt. Ég er að sýna fólki hann sem kemur á safnið og set hann á gólfið. Þá virðist hann alveg þekkja mig því þótt hann fari aðeins frá þá endar hann alltaf á því að stilla sér upp við hliðina á mér," segir hann og bætir við: "Þegar hann var minni átti hann til að fara upp á skóinn hjá mér og troða hausnum undir buxnaskálmina til að fá skjól."

Spurður hvort hann vilji ekki bara taka svartfuglinn að sér sem gæludýr segir Kristján að það gæti orðið snúið. "Það er kannski ekki vinsælt að vera með þetta heima hjá sér. Hann lætur frá sér fara þar sem hann stendur, hann fer ekkert eins og kötturinn í kassa."

Fréttablaðið 9. nóvember 2008
Samantekt, Pétur Steingríms.

 
Pysjueftirliti

1110466036_lundapysjuvigtunnet1.jpgÁrið 2003 var verkefnið Pysjueftirlitið sett af stað, af rannsóknarstofnunum Setursins og Náttúrugripa- og fiskasafni Vestmannaeyja.
Leitað var til barna á öllum aldri til að bjarga og vikta pysjur og þannig aðstoða við verkefnið. Um er að ræða langtímaverkefni með það að markmiði að fylgjast með fjölda og ástandi þeirra pysja sem koma í bæinn á hverju ári. Verkefnið er styrkt af Sparisjóði Vestmannaeyja.

Fundnar lundapysjur í Vestmannaeyjabæ sem viktaðar og rannsakaðar hafa verið áður en þeim er svo sleppt út á haf.

Sumarið     2003   =  1580   lundapysjur
                  2004   =  1319            "
                  2005   =    226            "
                  2006   =      91            "
                  2007   =  1654            "
                  2008   =    354            "

Samantekt, Pétur Steingríms.

 
skar Sigursson, vitavrur hefur merkt 88.000 fugla
skar_a_sleppa_fl_jpg.jpg

Óskar Sigurðsson, vitavörður í Stórhöfða hefur náð sama fýlnum þrisvar sinnum. Merkti hann fyrst í mars 1983.

Óskar Sigurðsson, vitavörður í Stórhöfða, hefur á 56 árum merkt 88,000 fugla og þar af eru lundar 55,000 þúsund. Óskar er að allt árið og í síðustu viku náði hann fýl sem hann hafði merkt 12. mars 1983.
"Ég merkti hann árið 1983 og síðan eru liðin 25 ár. Þá var fýllinn fullvaxinn þannig að hann gæti verið að nálgast þrítugt. Það er talað um að fýllinn geti orðið 50 ára gamall en þetta er elsti fugl sem ég hef náð." sagði Óskar.
Óskar segir að merkja þurfi marga fugla til að endurheimtur verði að einhverju marki. "En þessum fýl hef ég náð þrisvar. Fyrst í Stórhöfða í mars 1983, aftur 18. júlí 1995 og svo núna 16. október 2008. Ég er ekki hættur í ár, nú bíður maður eftir snjótittlingunum."
Elsti fugl sem Óskar hefur endurheimt er lundinn frægi sem skilaði sér eftir 36 ár. "Hann var merktur fullorðinn þannig að það má bæta við a.m.k. 2 árum. Þetta met var slegið í Noregi þar sem fannst einn 42 ára gamall sem er elsti lundi sem vitað er um." sagði Óskar.

Fréttir 23. október 2008

Samantekt, Pétur Steingríms.
 
Gert frostklrt og fleira Bjarnarey.
Fimmtudaginn 09.október sættum við færis og skutumst út í Eyju upp úr kl.17:00 til þess að gera frostklárt fyrir veturinn. Bólið á Hvannhillu lagað og Glóri settur við það. Spilkassinn á Ofangjafarnefi færður í hús auk þess sem Ómar losaði skiptirinn af spilinu en hann þarf að fara í land til athugunar. Eftirstöðvum af vatnsbirgðum sumarsins hleypt niður og frostlegi hellt í vatnslása og Wc. Allt í standi við ból . Þeir sem fóru í túrinn voru sjá mynd, Halli, Siggi, Ómar og Pétur.
gert_frostklrt_og_sltrun_2008_006.jpg
 
Sttmli S telur lundann httu
Atlanfshafslundinn, en stærsti stofn hans er á Íslandi, er í hópi tuttugu sjófuglategunda sem settar hafa verið á gátlista alþjóðlegs samnigs um afríks-evrasíkra sjó- og vatnafarfugla (the Afrikan-Eruasian Migratory Waterbird Agreement)  en sáttmálinn er í tengslum við Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP).
Ísland er ekki aðili að samkomulaginu, eitt örfárra Evrópuríkja en Náttúrufræðistofnun hefur þó veitt stofnun sem sér um framkvæmd sáttmálans upplýsingar um lundastofninn á Íslandi. Til skammst tíma var lundastofninn á Íslandi sá eini sem var ekki á niðurleið en blikur kunna að vera á lofti. Samkvæmt upplýsingum Náttúrustofnunar hefur lundavarp brugðist fjögur ár í röð á Íslandi.
Lundinn er á meðal 20 sjófugla sem settir hafa verið á svokallaðan viðauka númer 2 við sáttmálan en þar eru taldar upp tegundir sem eru í hættu.
Í fréttatilkynningu frá AEWA segir m.a. að "með því að setja þessar tegundir á listann er þeim veitt aukin alþjóðleg vernd og ríki og aðrir hagsmunaaðilar í heimshlutanum eru hvattir til að grípa til raunhæfra aðgerða í þágu þessara tegunda sem búa við óhagstæð verndarskilyrði."
Í sumar bárust ítrekað fréttir af því að lundapysjur hafi fundist dauðar hér við land. Þá var lundaveiðin í Vestmannaeyjum aðeins brot af því sem hefur verið undanfarin ár. Í byrjun sumar virtist sem varp ætlaði að heppnast en aðeins lítill hluti lundapysjunnar komst upp. Veiði var takmörkuð á síðasta ári og nú er jafnvel talað um að gripið verði til algjörs veiðibanns næsta sumar.

Morgunblaðið 3. október 2008
 
<< Byrja < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 Nsta > Sasta >>

Niurstur 40 - 52 af 95

Vefsuger og hsing: Veflausnir.is