Forsíða
Um Bjarnarey... >>
Lundinn... >>
Lundaballið
Úteyjavísur
Markverðir atburðir
Sögur og sagnir
Uppskriftir
Ýmislegt
Fuglahljóð
Gestabók
Hafðu samband
Myndir
Senda inn uppskrift
Sjófuglarannsóknir

Tnt lykilor?
Hverjir eru tengdir
Gestir: 6544172
c.jpg


Veri velkomin heimasu Veiiflags Bjarnareyinga. Flagi mynda rmlega 30 einstaklingar sem hafa a helst a markmii snu a veia lunda, sga eftir eggjum fls og svartfugls og njta ess a vera til fallegasta sta veraldar. v markmii leigjum vi af Vestmannaeyjab Bjarnarey, hrikalegustu en um lei fallegustu teyjuna.ar eigum vi gtis skla sem daglegu tali er kallaur BLI.

Tilgangurinn me heimasunni er a safna saman einn sta, upplsingum um Bjarnarey. Halda til haga sögulegum frleik og munnmlum um menn og mlefni sem annars myndi tnast. mun essi vettvangur vera flagslegur fundarstaur okkar netinu. a er von okkar a me tmanum num vi a safna saman umtalsveru magni af upplsingum sem flestum til gagns og gamans.
Vikomubrestur fjra ri r Vestmannaeyjum
Viðkomubrestur fjórða árið í röð

Ljóst er að viðkomubrestur hefur orðið í lundastofninum í Vestmannaeyjum fjórða árið í röð. Útlit er fyrir að mjög lítið verði um pysju í ár og að hún komi mjög seint. Þær pysjur sem enn eru lifandi í holunum eru mjög litlar og óvíst hvort þær lifa.
 pysja.jpg
  Ástæðan er sú að lundinn hefur fundið mjög lítið af síli til að fóðra ungana og hafa þeir því verið í svelti. Sem dæmi má nefna að vaxtatími pysjunnar er 39 dagar við eðlilegar kringumstæður, en er nú um fimmtíu dagar. Innan við tíu pysjur hafa skilað sér í pysjueftirlitinu og voru þær allar undir vigt. Erpur Snær Hansen, náttúrufræðingur hjá Náttúrustofu Suðurlands, segir að of snemmt sé að spá fyrir um hve mikið að pysju skili sér, en útlitið nú sé afskaplega dapurt og það stefni óðfluga í mjög rýrt pysjutímabil.
  Nokkurrar bjartsýni gætti í vor. Í upphafi varptímans var varpárgangur, klakárangur eggja og afkoma unga þokkalegt. Aðeins bar á smávægilegum afföllum, þ.e. ekki stöðugum dauða út allan varptímann eins og í fyrra. Vonir stóðu því til að nýliðun yrði í meðallagi. Þegar leið á varptímann fór hins vegar að halla undan fæti og nú er ljóst að um viðkomubrest er að ræða í ár, eins og þrjú síðustu ár.
  Aldurssamsetning veiði á þessu ári sýnir að tveggja og þriggja ára árgangarnir frá 2005 og 2006 eru næstum horfnir úr veiðinni. Dræm aflabrögð í veiðinni endurspegla 76% minnkun veiðistofnsins. Um 58% veiðinnar nú eru fjögurra ára fuglar sem hefðu hafið varp á næsta ári. Varpfuglar, fimm ára og eldri, eru 38% veiðinnar.

Eyjafréttir 4. september 2008

Samantekt. Pétur Steingríms.
 
Bjarnareyingurinn rni Johnsen a rtta hjlparhnd

04. september kl. 11.09

Ástþór Skúlason, bóndi á Rauðasandi:

Eins og að fá fæturna aftur

Árni Johnsen alþingismaður á ferð og safnaði fé til lausnar bóndanum vestra.

             Johnseninn tekur lagið fyrir lundana í fyrra eða hitteðfyrra!
 

arnij2.jpg
Það var hamingjusamur bóndi sem tók á móti vinnuvélunum sínum á bryggjunni í Stykkishólmi um miðjan dag í gær.

„Þetta er eins og að fá fæturna aftur. Það er miklu fargi af manni létt. Ég átti ekki von á því að þetta myndi fá svona farsælan endi. Nú er bara að fara með þetta beint í flekkinn,“ segir Ástþór Skúlason, bóndi á Rauðasandi, sem er lamaður eftir bílslys. 

Ástþór hafði ekki lokið við að heyja þegar hann var sviptur sérútbúnum vinnuvélum sínum í ágúst síðastliðnum vegna vanskila. Við lestur frásagnarinnar í 24 stundum síðastliðinn laugardag af erfiðleikum Ástþórs ákvað Árni Johnsen alþingismaður að safna fé til þess að leysa út landbúnaðarvélarnar og það var hann sjálfur sem afhenti Ástþóri þær í Stykkishólmi í gær ásamt Pétri Óla Péturssyni, eiganda PC grafna.

„Við Pétur fórum í þetta á fullu og fengum um 10 aðila til aðstoðar. Þeir vilja ekki allir láta nafns síns getið en þeir sem ég get nefnt eru Lóðaþjónustan, N1, Vélskóflan og Bónus auk Sigurðar Karlssonar, verktaka á Selfossi."

Fyrir tilstilli Árna og Péturs Óla og þeirra sem þeir leituðu til safnaðist á aðra milljón króna en áður hafði Ólafur Guðmundsson, forstjóri Mjólku, greitt 1.100 þúsund krónur inn á reikning Ástþórs. „Með þessu samanlögðu hefur vandi Ástþórs núna á haustmánuðum verið leystur," segir Árni.

24 stundir og Bæjarins besta á Ísafirði greina frá. 

 
tla Eyjamenn a horfa upp sustu lundapysjurnar ........

Georg Eiður Arnarson skrifar, 25.ágúst 2008

Ætla Eyjamenn að horfa upp á síðustu lundapysjurnar í ár...

 

...svelta til dauða núna í sept.? Ástæðan fyrir þessari fyrirsögn er þessi: Ég fór á sjó þrisvar í síðustu viku (fiskaði liðlega 5 tonn). Síðasti róðurinn var á fimmtudaginn og réri ég þá austur á Rófu, sem er neðansjávar fjalllendi í ca. 20 mín. keyrslu á trillu austan við Elliðaey. Þar tók ég eftir því að mikið var af lunda á sjónum og mjög mikið af lunda á ferðalagi til og frá fjörunni í Landeyjarsandi. Þetta kemur ekki á óvart, vegna þess, að það er alþekkt að þegar æti bregst í kringum eyjarnar þá sækir lundinn inn í fjöru.

Auk þess var ég að lesa viðtal við Val Bogason inni á eyjafréttum um sílarannsóknir sumarsins, þar sem hann segir m.a. "Eitthvað var af síli inni í Bakkafjöru." Mér var bent á það í dag, að frá og með 1. sept. opnast fjaran fyrir snurvoðabátum og er þeim þá leyfilegt að fiska í fjörunni alla leið frá Þorlákshöfn að Dyrhólaey. Þetta er að sjálfsögðu hörmulegar fréttir fyrir lundann og ég trúi ekki öðru en að allir þeir fjölmörgu eyjamenn, sem vilja að lundinn njóti vafans láti nú í sér heyra.

Það hefur mikið gengið á að undanförnu, en til þess að kanna ástandið á lundanum, þá skrapp ég eftir kvöldmat í gærkvöldi með tveimur af börnunum mínum og gengum við allt Kervíkurfjallið og hluta af Sæfellinu. Mikið var af lunda í Kervíkurfjallinu, en lítið í Sæfelli, en þrátt fyrir ýtarlega leit fundum við enga dauða lundapysju.

Tekið af bloggsíðu Georgs: http://georg.blog.is

 
Skemmtileg fer Bjarnarey
Föstudaginn 15. ágúst fórum við félagarnir, undirritaður og Árni Johnsen með nokkra hressa drengi af Skaganum út í Bjarnarey. Þessir drengir hafa haldið saman frá æsku og eru gallharðir stuðningsmenn ÍA í fótbolta og voru þeir ótrúlega brattir þrátt fyrir dapurt gengi Skagaliðsins þetta sumarið.
akurnesingar__bjarnarey.jpg
Árni hafði kynnst þessum hressu drengjum í fótboltaferð á Englandi á s.l. ári þegar hann fór að horfa á Tottenham bursta Man. U. eða var það öfugt ég bara veit það ekki.
En þetta fór allt þannig að Árni og Jón Ægisson sem var með Árna í Englandsferðinni voru teknir í hópinn og síðan bauð Árni öllum hópnum að koma með sér í Bjarnarey og fór ég með sem hjálparmaður, vonandi hef ég orðið að einhverju gagni, öðruvísi en að éta matinn þeirra.
Við lögðu af stað frá bryggju kl.11:00 á tveimur zodiak gúmmíbátum undir stjórn þeirra Halla Geirs og Baldvins. Gekk ferðin í alla staði mjög vel enda sléttur sjór og voru teknar einar átta hífur, bakpokar, svefnpokar, matarkistur,  meiri matarkistur og nokkrar flöskur af rauð....  Allt komst þetta óbrotið í hús.
Í ferðum þessa vinahóps er það víst siður að borða bæði hádegismat og kvöldmat og borða menn þá vel af öllu sem á borðum er. Í þessu hádegi var boðið upp á hrossabjúgu með öllu tilheyrandi og svið í eftirmat og var þessu öllu skolað niður með góðum veigum. Í þessari ferð var kokkur (er víst varakokkurinn í hópnum) sem greinilega kann sitt fag og var hann vel undirbúinn að heiman. Galdraði hann þessa máltíð fram á augabragði.
Eftir matinn var farið í útsýnisferð um eynna og m.a. var ætlunin að sýna hópnum lifandi lundapysju en því miður fundum við bara nokkrar dauðar í holunum sem við fórum í. Fannst mér ástandið líta mun verr út en helgina á undan en þá fundum við lifandi pysju í einni holunni.
Þegar kokkurinn og hans hjálparlið var að undirbúa kvöldmatinn þá uppgötvaðist það að aðal atriðið í sósuna vantaði, hafði gleymst að kaup,  þ.e. rjóma, sveppi og lauk. Nú voru góð ráð dýr, ekki var hægt að hafa sósu með grillsteikinni sem þetta vantaði í.
komid_med_postinn.jpg
Johnseninn eins og svo oft áður reddaði þessu með einu símtali. Kaupmaðurinn í Kúluhúsinu kom þessu upp á flugvöll og klukkutíma síðar flaug flugvél yfir eynna og kastaði flugmaðurinn þessu öllu niður og lenti þetta í garðinum við Ból við mikinn fögnuð viðstaddra.
Kvöldmaturinn samanstóð af grilluðu folandakjöti, grilluðum kartöflum, salati, góðu rauðvíni og pepsí max fyrir þá sem það vildu.
johnseninn_viltu_me_mr_vaka.jpg
Kvöldvakan samanstóð af brekkusöng, sögum af Ása í Bæ sem Addi kann mikið af og einnig var spilað bingó en bingó hefur aldrei verið spilað í Bjarnarey áður.
Rúmum sólahring eftir að við komum í Bjarnarey hélt hópurinn af stað niður syðri Hafnarbrekkuna en hópurinn hafði allur komið upp Hvannhilluna deginum áður. Björgunarbáturinn Þór ferjaði okkur heim og þar með lauk góðri ferð í perlu Atlandshafsins, Bjarnarey, með frábærum félögum .
Ég vil að lokum þakka hópnum fyrir góð kynni og góðan tíma og vil minna hópinn á samninginn. "Vinnuhelgi næsta vor, skemmtihelgi næsta sumar" eða var þetta ekki einhvern veginn svona.

Ljúft við lifum.

Pétur Steingríms.
 
Sorglegt stand
Undirritaður ásamt Ómari Stefánssyni (krabbanum) fórum í Bjarnarey,  sunnudaginn 10. ágúst s.l. eingöngu til að athuga ástandið á fuglinum í eynni.
Farið var á Glóra yfir Álinn og á leiðinni var leiðinda alda að austan og gaf stundum yfir bátinn, þó var aðeins austan gola. Ekki urðum við varir við mikinn lunda á sjónum en sáum þó einn og einn á leiðinni, ekki var hann með æti í gogginum.  Þegar við komum að eynni sáum við varla fugl á flugi og var þetta eins og við værum þarna seint að hausti. Ekki sat lundinn á Vatnsbringjunum en nokkra lunda sáum við í Bunkanum en ekki voru þeir margir.
pysjan_002.jpg


Eftir smá stopp við Ból þá drifum við okkur í nyrðri Hafnarbrekkuna, þar átti Ómar
nokkrar holur sem hann hafði skoðað í fyrr í sumar. Á leiðinni austur í Brekku
skoðuðum við norður hlíðar Bunkans vel og urðum við ekki varir við dauðar lundapysjur í brekkunum og gaf það okkur smá von um að allt gæti verið í lagi í eyjunni okkar, Bjarnarey þó ekki sæist mikið af fugli í eynni.
Þessar umræddu holur Ómars eru rétt fyrir neðan Ástarhellinn sunnan í Réttarhausnum og eru þær átta talsins. Um miðjan júlí voru pysjur í öllum holunum og voru þær þá vel gerðar, feitar og pattaralegar og höfðu greinilega fengið nóg að éta.
Vorum við spenntir þegar Ómar teigði sig inn í fyrstu holurnar en þær eru grunnar þarna vegna þess hve stutt er niður á klöppina. Í fyrstu þremur holunum var ekkert, í næstu var nýlega dauð pysja, í þeirri fimmtu var lifandi pysja, var hún ágætlega haldin og töldum við hana eiga allavega tvær vikur eftir. Í næstu tveimur holum var ekkert en í síðustu holunni var dauð pysja. Skoðuðum stóran hluta af Hafnarbrekkunni en urðum ekki varir við dauðar pysjur í brekkunni og ekki urðum við varir við að vargurinn sæti þarna feitur og pattaralegur eftir lundapysjuát.
pysjan_003.jpg
Nokkra lunda sáum við á flugi, fáir þeirra voru með æti í gogginum og var það frekar lítið og ræfilslegt, enginn lundi var í hringflugi í Hafnarbrekkuvíkinni. Á þessum tíma ætti að vera krökkt af ungfugli í eynni í austan golunni sem var þarna, leikandi sér við brúninar en við urðum ekki varir. Á sjónum, austan við Bjarnarey sáum við lítinn flekk, gætu hafa verið nokkur hundruð lundar,  þar sem þeir sátu saman á sjónum.
Ákveðið var að fara upp á Bunka og taka niður vindpokann og koma honum í hús. Ekki urðum við varir við dauðar lundapysjur í vestur brekkunni í Bunkanum og ekki var lundinn að trufla okkur með flugi sínu þarna uppi, varla sást fugl á flugi. Farið í nokkrar holur efst í Bunkanum, flestar tóma en í tveimur voru dauðar pysjur.
Enginn lundi sat við brúnir vestan og neðan við Bólið , hvað þá að það væri fugl á flugi þarna við. Við Hrútaskoruna, einn besta og skemmtilegasta lundaveiðistaðinn sást ekki lundi.
pysjan_005.jpg
Á leiðinni niður vakti það athygli okkar að fýllinn sem verpti í vor á eystri Hvannhillunni var allur farinn og var ekki fugl þar. Einn fýlsunga skoðuðum við á vestari Hvannhillunni og var hann vel gerður. Svartfuglinn allur löngu farinn með ungann og vonandi hefur varpið og uppeldið allt heppnast hjá honum þetta árið. Nokkrir pattaralegir rituungar voru enn í hreiðrum vestan í Bjarnarey, niður við sjó og litu þeir vel út.
Á leiðinni heim sigldum við í Klettsvíkina. Varla sást lundi á lofti við Ystaklett, nokkra sáum við á flugi í Miðkletti en enginn lundi var á flugi við Heimaklett. Nokkra rituunga sáum við dauða á floti í Klettsvíkinni.
Hvað er að gerast í umhverfi lundans veit ég ekki en eitthvað mikið og alvarlegt er í gangi. Greinilegt er að það er mjög langt í ætið hjá honum því í sumar hefur hann stundum horfið í tvo til þrjá daga í einu.
Vonandi rætist eitthvað úr þessu og við sjáum lundapysjur spígspora hér á götunum í bænum þegar líður að septembermánuði eða í september, vonandi fleiri en í fyrra.

Með Bjarnareyjakveðju

Pétur Steingríms.


 
Lundaveiitmabili til 10. gst

Búið að ákveða að stytta lundaveiðitímabilið til 10. ágúst


Vestmannaeyjar 7. ágúst 2008

Í dag á fundi bæjarráðs að stytta lundatímabilið til 10.ágúst en áður hafði félag Bjargveiðimanna í Vestmannaeyjum að heimila veiðar til 15.ágúst.

Fyrir liggja alvarlegar ábendingar bæði frá veiðimönnum og vísindamönnum sem gefa ástæðu til að endurskoða veiðitímabilið fyrir veiðiárið 2008. 

Bæjarráð samþykkir að stytta áður auglýst veiðitímabil til kl. 20.00 sunnudag 10. ágúst.  Enn fremur felur bæjarráð bæjarstjóra að óska eftir því við viðkomandi yfirvöld að sérstök áhersla verði lögð á rannsókn á Lunda næstu ár til að tryggja sjálfbærar veiðar á tengundinni.

 
Pysjudaui Vestmannaeyjum

07. ágúst kl. 15.44

 

Pysjudauði orðinn viðvarandi í Vestmannaeyjum

-Kom okkur á óvart vegna þess að það er meira af síli í sjónum nú en í fyrra, segir Erpur Snær - Súluungar fullir af makríl en ekki síld og síli

 

Erpur Snær Hansen, líffræðingur hjá Náttúrustofu Suðurlands hefur fylgst náið með afkomu lunda­stofnsins en hann segir pysjudauða viðvarandi í Vestmannaeyjum.
„Það sem hefur gerst er að við erum að sjá mikinn pysjudauða víða í Vest­mannaeyjum og það kom okkur í raun og veru talsvert á óvart vegna þess að það er meira af síli í sjónum nú en í fyrra. Þessar pysjur sem eru að drepast eru 50 til 70 grömm sem þýðir að þær eru um viku gamlar eða svo en hafa verið að svelta í nokkra daga. Þetta gerðist í raun mjög snögglega. Lundinn var ekki að afrækja á eggjum í sumar, þetta leit mjög vel út en svo var eins og tappinn hafi verið tekinn úr. Við höfum farið víða yfir lundabyggðir í Vestmannaeyjum, ekki bara þar sem við erum með merktar holur heldur víðar og staðan er svipuð alls staðar."

Heldur þú að sú ákvörðun bæjar­yfirvalda að stöðva lundaveiði 10. ágúst hafi eitthvað að segja?
„Já, hún gerir það en auk þess er betra að ákvörðun um veiðistöðvun sé tekin hér heima í héraði og við berum sjálf ábyrgð á okkar veiðum. Ég hef heyrt utan frá mér að aðilar sem hafa með þessi mál að gera finnist ástandið ekki nógu gott. Það er betra að við förum með stjórnina sjálf. Svo þurfa bjargveiðimenn auðvitað líka að axla sína siðferðis­legu skyldu gagnvart lundanum. Á að ráðast á þennan eina árgang sem ber uppi veiðina nú eða á að leyfa stofninum að jafna sig?" spyr Erpur að lokum.

Sáttir við aðgerðir bæjar­yfirvald
Bragi Steingrímsson er formaður félags bjargveiðimanna í Vest­manna­eyjum og hann telur að sátt ríki um aðgerðir bæjaryfirvalda meðal bjargveiðimanna.
„Ég er sjálfur mjög sáttur við þess­ar aðgerðir. Við höfum reyndar ekki fundað um málið en ég tel að langflestir bjargveiðimenn séu sömu skoðunar og ég. það er mikilvægt fyrir okkur að ganga ekki á stofninn og ef einhver vafi leikur á því hvort veiðin trufli afkomu lundans þá ber okkur að hætta, um það er enginn ágreiningur innan félagsins. Menn greinir kannski á um hvort veiðin hafi eitthvað að segja um afkomu lundans en það eru allir sammála um að það vanti síðustu þrjá ár­gangana inn í stofninn, maður finnur það bara í veiðinni í sumar.
Auk þess hefur verið mjög lítið af pysjum síðustu ár þannig að það er ekkert hægt að þræta fyrir það. Svo er auðvitað kominn sá tími að það er að færast ró yfir lundaveiðina, menn eru flestir búnir að ná sér í soðið eins og talað var um að gera í vor og flestir sáttir held ég," sagði Bragi.

Fleiri breytingar í náttúrunni
Bragi segist hafa orðið var við fleiri breytingar í fuglalífinu. „Við stig­ann þar sem við göngum upp í Hellisey hefur alltaf verið mikið ritu­varp. Í fyrra var lítið varp en mun meira í ár. Hins vegar var aðeins einn ungi á lífi síðast þegar við fórum, allt hitt var dautt.
Þá höfum við líka verið að taka súlu­unga og þegar maður nálgast ungana þá æla þeir. Þá sér maður hvað þeir eru að éta og fyrst þegar ég byrjaði í þessu þá var þetta síli og síld í jafn miklu hlutfalli. Síðan varð síldin meira áberandi en í ár er nánast eingöngu makríll í súluung­unum. Maður veit auðvitað ekkert hvað veldur þessum breytingum á fæðunni en það er eitthvað að gerast í hafinu, það er á hreinu."

Eyjafréttir, 7. ágúst 2008

 
<< Byrja < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 Nsta > Sasta >>

Niurstur 53 - 65 af 95

Vefsuger og hsing: Veflausnir.is