Forsíða
Um Bjarnarey... >>
Lundinn... >>
Lundaballið
Úteyjavísur
Markverðir atburðir
Sögur og sagnir
Uppskriftir
Ýmislegt
Fuglahljóð
Gestabók
Hafðu samband
Myndir
Senda inn uppskrift
Sjófuglarannsóknir

Tnt lykilor?
Hverjir eru tengdir
Gestir: 6544156
d.jpg


Veri velkomin heimasu Veiiflags Bjarnareyinga. Flagi mynda rmlega 30 einstaklingar sem hafa a helst a markmii snu a veia lunda, sga eftir eggjum fls og svartfugls og njta ess a vera til fallegasta sta veraldar. v markmii leigjum vi af Vestmannaeyjab Bjarnarey, hrikalegustu en um lei fallegustu teyjuna.ar eigum vi gtis skla sem daglegu tali er kallaur BLI.

Tilgangurinn me heimasunni er a safna saman einn sta, upplsingum um Bjarnarey. Halda til haga sögulegum frleik og munnmlum um menn og mlefni sem annars myndi tnast. mun essi vettvangur vera flagslegur fundarstaur okkar netinu. a er von okkar a me tmanum num vi a safna saman umtalsveru magni af upplsingum sem flestum til gagns og gamans.
Njar reglur um lundaveii samykktar bjarstjrnarfundi

 

Nýjar reglur um lundaveiði samþykktar á bæjarstjórnarfundi

 

 

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti á fundi sínum í gær reglur varðandi nytjar á lunda í Vestmannaeyjum.  Um er að ræða tilraun til að bregðast við slæmum varpárangri lundastofnsins á undanförnum árum og um leið að styðja við eftirlit og rannsóknir á stofninum.  Reglugerðina má lesa í heild sinni hér að neðan en meðal annars er veiði nú bönnuð á Heimaey nema í gegnum veiðifélög.  Undanþegið þessu er svokallaður almenningur, sem er í Sæfjalli, þar sem allir geta veitt sem hafa veiðikort.

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkir að eftirfarandi reglur verði viðhafðar varðandi nytjar á lunda í Vestmannaeyjum. Um er að ræða tilraun til að bregðast við slæmum varpárangri lundastofnsins í Vestmannaeyjum á undaförnum árum og um leið að styðja við eftirlit og rannsóknir á stofninum.

Reglur um nytjar á lunda í Vestmannaeyjum fyrir veiðitímabilið 2008

1. grein
Lundaveiðar verða heimilaðar á tímabilinu frá 10 júlí til og með 31. júlí 2008. Ákvörðun um framhald veiða verður tekin í kjölfarið á fundi Bjargveiðifélags Vestmannaeyja sem haldin verður 27. júlí og í samráði við Náttúrustofu Suðurlands.

2. grein
Öllum veiðimönnum og veiðifélögum er skylt að skila veiðitölum til Náttúrustofu Suðurlands í lok veiðitímabilsins, eigi síðar en 1. september 2008.

3. grein
Allur afli skal vera aðgengilegur vísindamönnum hjá Náttúrustofu Suðurlands til aldursgreininga og rannsókna.

4. grein
Veiði á heimalandinu verður bönnuð með öllu nema í gegnum veiðafélög sem hafa umsjón og eftirliti með veiðunum og greiði gjald fyrir nytjarétt líkt og önnur úteyjarfélög.

5. grein
Í almenningi, Sæfjalli, geta allir veitt sem hafa veiðikort. Veiðimenn sem veiða í almenningi ber að skila aflatölum til Náttúrustofu Suðurlands í lok veiðitímabilsins. Ekki þarf að vera meðlimur í sérstöku veiðifélagi til að mega stunda veiðar í almenningi.

6. grein
Þau félög sem ekki fylgja þessum reglum missa veiðiréttinn og verður sagt upp leigu á nytjarétti á viðkomadi svæði eða eyju.

7. grein
Þeir einstaklingar sem ekki fylgja reglum er varða veiðar í almenningi (sbr. 5. grein) munu ekki fá heimild til að stunda veiðar á ný.

Reglurnar gilda fyrir veiðitímabilið 2008 og verða þær endurskoðar fyrir næsta veiðitímabil með hliðsjón af reynslunni í ár.

Greinagerð
Á opnu málþingi um ástand lunda- og sandsílastofnanna við Vestmannaeyjar sem haldið var á vegum Náttúrustofu Suðurlands þann 20. apríl sl. komu fram miklar áhyggjur af lundastofninum í Vetsmannaeyjum. Samkvæmt rannsóknum Hafrannsóknastofnunar bendir allt til þess að vöntun á 0 grúpu síli, sem er uppistaðan í fæðu pysjunnar fyrstu vikuna eftir klak, hafi leitt til þess að varpárangur lundastofnsins við Vestmanneyjar hefur misfarist á undanförnum árum. Veiðistofninn samanstendur af tveggja til fjögurra ára gömlum fugli og miðað við varpárangurinn undanfarin ár má ætla að veiðistofninn í ár verði með minnsta móti.

Á fundi Bjargveiðifélags Vestmannaeyja sem haldinn var þann 13. maí sl. var samþykkt að stytta veiðitímabilið í ár og jafnframt hvatti félagið veiðimenn til þess að halda veiðinni í lágmarki og láta lundann njóta vafans.

Tillaga Bæjarstjórnar Vestmannaeyja fer að fullu eftir ráðgjöf bjargveiðifélagsins varðandi styttingu veiðitímabilsins en til þess að allir sitji við sama borð telur Bæjarstjórn Vestmannaeyja nauðsynlegt að setja einnig ofangreindar reglur um nytjarétt á heimalandinu.

Lundaveiði er mikilvægur hluti af menningu Vestmannaeyja og því telur Bæjarstjórn Vestmanneyja nauðsynlegt að bregðast við til að sporna við frekari minnkun lundastofnsins í Vestmannaeyjum og um leið auka líkur á sjálfbærri nýtingu stofnsins um ókomin ár.

Eyjafréttir.is, 1. júlí 2008

Samantekt Pétur Steingríms.

 
Lundaballi 27. september n.k.

Þó enn séu rúmlega fjórir mánuðir í  27. september n.k. þá er allt í lagi að auglýsa lundaballið í ár fyrir vini okkar í Hellisey. Þó svo að ekkert ákveðið sé í farvatninu með lundavertíðina þá eru Helliseyingar búnir að ákveða að halda lundaball en fyrsta auglýsingin um ballið er komin á heimsíðu Magnúsar Bragasonar, aðal skemmtanastjóra þeirra Helliseyinga. Áræðanlegar heimildir eru fyrir því að ballið verði í Höllinni. Eflaust verður Magnús með alls konar galdrabrögð á ballinu (eins og á síðasta Helliseyjarballi) og vonandi tekst honum að galdra liminn aftur á Elliðaeyinginn (hans vegna).

 
Rmlega sj sund manns viku
Já það er ekkert annað. Frá 13. maí til dagsins í dag 20. maí hafa 7195 manns farið inn á síðuna okkar "Bjarnarey, ljúft við lifum"
Við sem sáum um að koma henni í gagnið og höfum unnið að því að uppfæra hana reglulega með alls konar efni sjáum að síðan er vinsæl.  Það gerir okkur stolta og ánægða og hvetur okkur til dáða. Við þökkum öllum fyrir innlitið.

Ljúft við lifum.

Pétur og Halli Geir
 
Fllinn hlforpinn 15.mai.

index_04.jpgAuk þess að sinna sauðburði var kíkt á fýlinn austur á Álkustalli og fýlabekknum syðst í Skorunni. Afrakstur 110 fýlsegg sem bendir til að fýllinn sé hálforpinn. Þá var að sjá á svartfuglabælunum í Skoru ,að fuglinn sé að mestum hluta búinn að snúa sér að berginu sem gefur svo tilefni til að ætla að hann sé  vel orpinn. Það verður þá bara að virkja ""sónarinn".

Annars var tilgangurinn með þessari færslu að minna félagsmenn á slysatrygginguna. ef menn eru ekki með hana inni í sinni fjölskyldutryggingu.Vátryggingarfélag Íslands, VÍS,  hefur boðið upp á þessa tryggingu  sem gildir fyrir félagsmenn og nær sú trygging eingöngu til slysa sem verða við bjargsig, lundaveiðar, aðstoð við það og í bátsferðum um Eyjar í  þeim tilgangi.
Tryggingin hefst frá því að komið er um borð í byrjun ferðar og lýkur frá því að farið er frá borði í lok ferðar.
Dánarbætur,,,,,,,,,,,,,,,,,,,2.500.000.
Örorkubætur,,,,,,,,,,,,,,,,,,5.000.000.
Dagpeningar á viku,,,,,,,,,,,,,21.500
BIðtími 4 vikur og bótatími 48 vikur.

Iðgjaldið er 3.500 pr.mann og gildir tímabilið frá 1.mai til 01.október 2008.Hægt er að leggja upphæðina kr.3500.- inn á reikning nr. 1167-26-1886 kt.6906892009 og tekur þá tryggingin gildi med det samme.
Egill Arngrímsson þjónustustjóri gefur frekari upplýsingar í síma 481-3003.
Kveðja !


Halli Geir.

 
Bjargveiimenn leggja til styttingu lundaveiitmabilinu
Vegna óska bæjaryfirvalda um að Bjargveiðifélag Vestmannaeyja myndi leggja fram ráðgjöf varðandi það hvernig veiði á lunda yrði háttað sumarið 2008, þá hittust félagsmenn, þriðjudaginn 13. maí og fóru yfir málið.

Á fundinum var samþykkt eftirfarandi tillaga: Fundurinn leggur til að lundaveiðar í Vestmannaeyjum skuli ekki hefjast fyrr en 10. júlí og standi til 31. júlí. Annar fundur verði haldinn sunnudaginn 27. júlí og þar verði tekin ákvörðun, í samvinnu við sérfræðinga Náttúrustofu Suðurlands, um framhald veiða eftir þjóðhátíð.

Félagið hvetur veiðimenn í Vestmannaeyjum til að halda veiðinni í lágmarki og láta lundann njóta vafans.


Samantekt, Pétur Steingríms.
 
N styttist eggin drengir!

Um þessar mundir ætti fýllinn að vera á fullu í tilhugalífinu. Gera má ráð fyrir að hann verði á vanalegum tíma í kringum miðjan mai. Ekki er gott að segja hvernig verður með svartfuglinn. Vonandi verður ástandið betra heldur en í fyrra. Hugmyndin er að stíla inn á helgina 23.-25.mai. Vonumst til þess að sjá sem flesta, þar sem fyrirhugað er að taka til hendinni i sambandi við Bólið ef færi gefst.. Bendi mönnum á að melda sig á spjallinu okkar. 

Halli Geir.halli_sig_jnsskora.jpg

 
Ntt og betra myndaalbm
Viljum vekja athygli á því að búið er að breyta og laga myndasíðuna okkar. Komnar eru stærri myndir sem hægt er svo að tikka á og nú er hægt að skoða myndirnar í slideshowi og allt gengur miklu hraðar fyrir sig þannig að maður er ekki orðinn gamall loksins þegar næsta mynd birtist á skjánum.
Endilega kíkið á myndirnar okkar, nýjar myndir eru komnar þar inn undir heitinu "Bjarnarey 2007"  _E_NO_IMAGE
 
<< Byrja < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 Nsta > Sasta >>

Niurstur 66 - 78 af 95

Vefsuger og hsing: Veflausnir.is