Forsíða
Um Bjarnarey... >>
Lundinn... >>
Lundaballið
Úteyjavísur
Markverðir atburðir
Sögur og sagnir
Uppskriftir
Ýmislegt
Fuglahljóð
Gestabók
Hafðu samband
Myndir
Senda inn uppskrift
Sjófuglarannsóknir

Tnt lykilor?
Hverjir eru tengdir
Gestir: 6544176
d.jpg


Veri velkomin heimasu Veiiflags Bjarnareyinga. Flagi mynda rmlega 30 einstaklingar sem hafa a helst a markmii snu a veia lunda, sga eftir eggjum fls og svartfugls og njta ess a vera til fallegasta sta veraldar. v markmii leigjum vi af Vestmannaeyjab Bjarnarey, hrikalegustu en um lei fallegustu teyjuna.ar eigum vi gtis skla sem daglegu tali er kallaur BLI.

Tilgangurinn me heimasunni er a safna saman einn sta, upplsingum um Bjarnarey. Halda til haga sögulegum frleik og munnmlum um menn og mlefni sem annars myndi tnast. mun essi vettvangur vera flagslegur fundarstaur okkar netinu. a er von okkar a me tmanum num vi a safna saman umtalsveru magni af upplsingum sem flestum til gagns og gamans.
Lundinn rannsakaur
Rannsókn á stofnstærð lunda og áhrif framboðs sílis, lundaveiða og veðurfarsbreytinga á hana var á meðal þeirra verkefna sem Rannsóknasjóður mun styrkja um 5,75 milljónir á þessu ári auk styrks til tækjakaupa upp á 1,1 milljón.
Erpur Snær Hansen hjá Náttúrustofu Suðurlands í Vestmannaeyjum er vekefnisstjóri. Að rannsókninni koma einnig Arnþór Garðarsson og Páll Marvin Jónsson frá HÍ, Ævar Petersen frá Náttúrufræðistofnun, Kristján Lillendahl og Valur Bogason frá Hafrannsóknarstofnun, Ingvar Atli Sigurðsson, vinnufélagi Erps, og Kristján Egilsson hjá Náttúru- og fiskasafni Vestmannaeyja.
Erpur sagði að nýliðun hjá lundanum hefði verið mjög léleg undanfarin þrjú ár og vantaði þrjá árganga í stofninn. Það væri helst rakið til fæðuskorts en brestur hefði verið á síli í sjónum við Ísland. Kanna ætti áhrif veðurfars á stærð síla- og lundastofna og samband stofnstærða þessara dýrastofna. Þá ætii að kortleggja búsvæði sandsíla á hafsbotninum við Vestmannaeyjar.
Einnig verður unnið úr árlegum veiðitölum á lunda frá 1945- 2007 og lundamekingum í Vestmannaeyjum frá 1953-2007 en þar hafa verið merktir yfir 60 þúsund lundar og endurheimtir um 12 þúsund. Einnig verða teknar saman upplýsingar um lundapysjur frá 1991

Morgunblaðið 20. febrúar 2008
Samantekt. Pétur Steingríms.
 
Hrtafer Bjarnarey
Vígreifir karlar á BæjarbryggjunniLaugardagurinn 08. desember heilsaði okkur Eyjamönnum með hæglætis veðri en eins og allir vita höfum við sunnlendingar fengið dægilegan skammt af "ólund" veðurguðanna í formi slagviðris  undan gengið haust.

Hvað um það við Pétur Árnmars mæltum okkur mót austur á útsýnispalli um kl.09:30 til þess að kanna með leiði í Bjarnarey. Aðeins hafði snjóað um nóttina en ekki svo hamlaði för. Töluverð undiralda skolaði  suðurflárnar svo líklegt var að ófært væri austan megin en það gerði ekkert til þar sem ætlunin var að fara upp á Hvannhillu og hífa hrútana upp á brún. Hrútarnir voru sóttir suður  í KinnÁ leið upp Hvannhillu og "Óli Týr" sem var í láni suður á Bakka . Hálf erfiðlega gekk að handsama hann þar sem hann var í góðu yfirlæti og var ekkert á því að yfirgefa greiðviknar ærnar.Það tókst svo að lokum fyrir harðfylgi Heiðars. Óli í Laufási sá um flutninginn á Lubbu en undirritaður, Heiðar, Kiddi og Baldvin frændi fórum á Glóra sem við settum á bólið við Hvannhillu. Í Lubbu voru auk Óla, Siggi Karls, ljósmyndari, Ingvi og Pétur Árnmars. Allt gekk þetta eins og í sögu nema ein mistök gerðum við en það var að hífa hrútinn Skjöld fyrstan upp en hann er heimalningur. Skjöldur var eitthvað að misskilja tilgang ferðar sinnar í Eynna þar sem snöflaði í kringum okkur karlana  á brúninni eins og húsbóndahollur hundur og fékkst ekki í burtu. Það var ekki fyrr en búið var að hífa alla hina hrútana,að Kidda og Heiðari tókst að lokka hann suður á Eyju inn í dálaglegan kindahóp að hann ruglaðist í ríminu og þeir félagar gátu læðst í burtu. Eftir að hafa flutt spilmótorinn og annað tilheyrandi til bóls, héldum við för okkar niður. Bólið á Hvannhillu var strekkt eins og kostur var upp úr sjó.

Ætla má ef allt gengur eftir, að sauðburður í Bjarnarey hefjist um mánaðarmótin apríl/mai. Þá má geta þess að sama dag fór Gunnsi Árna með hrúta í Ellirey.

Halli Geir.
 
100 manns dag

Í nokkrar vikur hefur verið fylgst með því hve margir skoða og vafra um Bjarnareyjarsíðuna og samkvæmt þeirri könnun eru það um 100 manns að meðaltali á dag.
Í upphafi þegar ákveðið var að fara út í heimasíðugerð fyrir Veiðifélag Bjarnareyinga var það þá eingöngu ætlað fyrir innanfélagssamskipti,  þ.e. að koma upplýsingum og tilkynningum til félaganna og að þeir gætu spjallað saman á einhverjum ákveðnum stað. Þegar af stað var farið var þetta svo gaman og okkur sem að að þessari síðu standa ákváðum að bæta við ýmsum fróðleik um lundann og veiðifélagið. Sýnist okkur að vel til hafa tekist því sjö mánuðum síðar hafa yfir 55 þúsund manns kíkt á síðuna og eflaust komist að ýmsu og orðið fróðari um lundann og veiðifélagið okkar.
Nú langar okkur að biðja ykkur um að fara í gestabókina okkar og gefa okkur smá komment á síðuna t.d. að láta okkur vita ef ykkur finnst eitthvað vanta og hvað má betur fara hér á síðunni. Einnig væri fínt ef þið lesendur eigið góða sögu eða sögur frá einhverjum atburði sem gerst hefur í Bjarnarey eða í sambandi við Bjarnarey og svo hefur okkur vantað myndir og þá helst gamlar myndir úr eynni.

Með fyrirfram þakklæti.

Pétur og Halli Geir.

 
Fullt af njum mataruppskriftum
Ágæti lesandi, hér til hliðar erum við með dálk sem heitir uppskriftir. Til að byrja með settum við einungis mataruppskriftir af lunda og mæltist það mjög vel fyrir. Hef ég sannreynt það að margir hafa notað þessar uppskriftir og í öllum tilfellum líkað mjög vel. Rétturinn hefur heppnast 100% enda kannski ekki furða þar sem allar uppskriftirnar eru eftir veiðimennina sem veiða bráðina í pottinn og síðan eru þær betrumbættar af okkur Bjarnareyingum.
Nú hafa bæst við fimm nýjar uppkriftir af lunda, einnig uppskriftir af súlu og svartfugli. Endilega prófið þessar uppskriftir eins og allar hinar, undirritaður getur lofað því að af þeim verið þið ekki svikin.

Kveðja.
Pétur Steingríms.
 
Pysjueftirliti 2007

1110466036_lundapysjuvigtunnet1.jpgLundapysjutímabilið hér í Eyjum var mánuði seinna en vanalega. Fyrstu lundapysjurnar sáust ekki í bænum fyrr en um mánaðarmótin ágúst-september en mörg undanfarin ár hafa fyrstu pysjurnar komið í byrjun ágúst. Þetta segir það að lundinn hafi verpt mjög seint og einnig er það vitað að lundinn átti í miklu basli með fæðuöflun handa pysjunni en það lagaðist þegar líða tók á sumarið.

Kristján Egilsson forstöðumaður Náttúrugripasafnsins og einn af gæslumönnum pysjueftirlitsins upplýsti undirritaðann um að pysjueftirlitið hafi byrjað fyrst sumarið 2003 og hafi það ár verið sæmilegt en engin viðmiðun er til um fjölda lundapysja sem bjargað var hér í bænum á árunum áður. Flestir Eyjamenn sem eru komnir á miðjan aldur muna eflaust eftir því þegar pysjurnar flugu hér á ljósin í bænum í hundraðatali og þótti ekki mikið að safna í kassa 30-50 lundapysjum eftir nóttina.  Sumrin 2004 - 2006 voru mjög léleg, t.d. voru aðeins 130 pysjur viktaðar og skráðar sumarið 2006 og voru flestar pysjurnar þá illa gerðar.
Í ár komu fyrstu pysjurnar á safnið til skráningar og viktunar í byrjun september og voru þær fyrstu frekar illa gerðar eða frá 180-190 grömm. Lundapysjur í þessum þyngda200px-img_4288.jpgrflokki eiga sér litla sem enga von um að lifa af þegar út á Atlandshafið er komið og alvaran tekur við. Um miðjan september lagaðist þetta mikið og þá voru flestar pysjurnar vel gerðar og sú þyngsta sem þá var viktuð var 350 grömm, síðustu pysjurnar sem viktaðar og skráðar voru komu 20. september og þá voru þær farnar að rýrna aftur og sáust þá þyngartölur sem voru svipaðar og í byrjun. Þegar þessi orð eru skrifuð hefur Kristján og hans fólk tekið á móti 1200 lundapysjum og kvaðst hann vita um nokkra sem enn eiga eftir að skila sínum skýrslum svo eitthvað á eftir að bætast í listann. Einhverjum tugum eða hundruðum má svo bæta við þessa tölu því eflaust hefur einhverjum pysjum verið bjargað og sleppt út á haf án þess að þær hafi farið á skýrslu.
Kristján sagðist vera mjög ánægður með þennan fjölda lundapysja sem skráðar voru því hann hafi ekki verið bjartsýnn fyrir hönd lundans í sumar.

Samantekt.
Pétur Steingríms.
Vinna í myndum.
Heiðar Hinriksson

 
Spennandi a sj hvort langtmasveiflur eru har loftlagsbreytingum
Spennandi að sjá hvort langtímasveiflur eru háðar loftlagsbreytingum eða svokallaðri Norður Atlandshafssveiflu, segir Erpur Snær sérfræðingur í sjófuglum

lundi1_140503.jpgMikið hefur verið rætt um fækkun í sjófuglastofnum undanfarið og þar með talið í lundastofninum. Þetta á ekki einvörðungu við um þá stofna sem dveljast við strendur Íslands, því hefur þessari fækkun einnig orðið var við Noreg, Færeyjar og Skotland. Sérfræðingar komu saman í Færeyjum í lok september til að ræða þessi mál en fæðuskortur tengdur loftlagsbreytingum í Norður Atlandshafi hefur verið talinn ein aðalástæða þessarar stofnminkunnar. Það á eftir að skoða eldri gögn um lunda (merkingar og veiði) með tilliti til loftlagsbreytinga hérlendis en okkar gögn eru mikil vöxtun og verður spennandi að sjá hvort langtímasveiflur í lundastofninum séu háðar loftlagsbreytingum eða svokallaðri Norður Atlandshafssveiflu (North Atlandic Oscillation). Eins og staðan er í dag bera fæst orð minnsta ábyrgð og verða menn einfaldlega að bíða eftir frekari úrvinnslu á gögnum svo að staðan liggi fyrir" segir Erpur Snær Hansen doktor í líffræði og sérfræðingur í sjófuglum. 
"Eins og flestir vita hefur nýliðun lunda í Vestmannaeyjum verið léleg síðastliðin þrjú ár. Árið í ár var ekki jafn slæmt og 2006 þó er  það alls ekki hvað nýliðun varðar. Við mæltum með því við lundaveiðimenn að þeir héldu að sér höndunum í veiðimennskunni í ár sem þeir almennt gerðu. Lítið kom af tveggja ára fugli í veiði síðastliðið sumar en þegar lítið er af síli þá fer mikið af ungfuglinum burt frá Eyjum. Hinsvegar brá svo við að hlutfall varpfugla í veiði jókst umtalsvert enpysjalundi.jpg endanlegar tölur liggja ekki fyrir í þessum töluðu orðum. Ég hafði af þessu áhyggjur að þar sem um helmingur varpfuglsins settist upp í vörpunum í sumar eftir að hafa hætt við varp eða afrækt egg að þá myndi hlutfall þeirra aukast í veiði sem og gerðist. Hinsvegar má segja að frábærar undirtektir lundaveiðimanna hafi tekið af skellinn sem af þessu gæti stafað og vil ég færa þeim þakkir fyrir gjörninginn." segir Erpur. Erpur segir einnig að betur verði farið í þessi mál í byrjun næsta árs þegar búið verður að vinna úr öllum upplýsingunum frá því í sumar sem leið. Annars hafa undanfarnir tveir mánuðir farið í gerð umsókna til rannsóknaráðs Íslands (Rannís) og fleiri aðila um fé til rannsókna á bæði síli og lunda við Eyjar. Þar er lagt til að unnið verði úr öllum merkingagögnum Óskars J. Sigurðssonar og Sigurgeirs Sigurðssonar í samvinnu við Náttúrufræðistofnun Íslands, sem og veiðigögnum ásamt ýmsu fleiru bitastæðu. Haldinn verður opinn fundur snemma næsta ár þar sem farið verður yfir niðurstöður síðasta sumars og fyrri ára. Á fyrirhuguðum fundi verður einnig rýnt í útlit næsta sumars og kynntar fyrirhugaðar rannsóknir næstu ára.

Fréttir, fimmtudaginn 11. október 2007

Samantekt Pétur Steingríms.
 
 
Frttatilkynning fr Nttrufristofnun slands

Vaxandi áhyggjur af sjófuglastofnum í Norðurhöfum

Fréttatilkynning frá Náttúrufræðistofnun Íslands

Víðtækar umhverfisbreytingar sem rekja má til breytinga á loftslagi hafa raskað fæðuvef sjófugla í Norðurhöfum. Síðustu ár hefur fuglum í sjófuglabyggðum fækkað og margir stofnar eiga erfitt með að koma ungum á legg. Ótvíræðar en flóknar breytingar eru að eiga sér stað á vistkerfi sjávar sem undirstrikar ennfrekar en áður þörf fyrir að stjórna betur þáttum sem hafa áhrif á sjófugla og unnt er að stjórna, svo sem fiskveiðum í atvinnuskini, olíumengun, nytjushow_image.jpgm á sjófuglum og mengun af völdum eiturefna. Þetta er meginniðurstaða hóps sjófuglafræðinga sem hittist í Færeyjum í septemberlok.

Sérfræðingahópurinn kom saman í Þórshöfn og ræddi stöðu sjófugla í NA-Atlantshafi. Sérstökum áhyggjum var lýst yfir nýlegum breytingum sem hafa átt sér stað á sunnanverðu svæðinu, frá Íslandi til Norðursjávar. Kreppuástand ríkir meðal sjófugla, t.a.m. hjá fýl Fulmarus glacialis, ritu Rissa tridactyla, kríu Sterna paradisaea, langvíu Uria aalge og lunda Fraterculaarctica, á víðáttumiklu svæði, eða allt frá Íslandi til Færeyja, Skotlands og Noregs. Fæðuskortur hefur valdið afkomubresti á yfirgripsmiklu svæði síðustufjögur ár. Viðvarandi ástand getur valdið hruni í stofnum þegar til lengri tíma er litið.

Sérfræðingarnir telja breytingarnar af völdum ýmissa samverkandi þátta, bæði náttúrulegra sveiflna í loftslagi og fyrir áhrif frá manninum. Loftlagsbreytingar hafa snert lykiltegundir í vistkerfi sjávar og er smávaxna krabbadýrið rauðáta Calanus finmarchicus ein slíkra lykiltegunda í lægri þrepumfæðukeðju sjávar. Rauðátuna er nú að finna norðar en hingað til en hún er nær horfin úr syðri hlutum NA-Atlantshafs þar sem sjófuglar eru í vanda.

Rauðáta er megin æti sandsílis Ammodytes sem er mjög mikilvæg fisktegund fyrir ýmsa sjófugla. Eyðing slíkra fiskstofna nærri varpstöðvum sjófugla sem étafisk getur haft afdrifaríkar afleiðingar s.s. fyrir afkomu unga.

Mikil óvissa ríkir um hver verði áhrif hlýnandi loftslags í framtíðinni. Sérfræðingarnir vilja þess vegna benda á nauðsyn þess að huga að öðrum mannlegumþáttum sem geta haft neikvæð áhrif á sjófuglastofna. Þeir leggja einnig áherslu á samvinnu margra greina þjóðfélagsins við það verkefni. Allir samfélagshóparsem málið snertir skulu hafa sama markmið sem er að draga úr heildaráhrifum þátta sem maðurinn ræður við og geta leitt til skerðingar á mikilvægum,hefðbundnum varpstöðvum sjófugla.

Nánari tillögum um mótvægisaðgerðir verður lýst í skýrslu vinnufundarins sem kemur út síðar í haust. Nauðsynlegt er að skoða breyttar reglur um umgengni viðauðlindir sjávar sem gætu haft bein eða óbein áhrif á sjófugla. Þar má nefna skoða hvernig nýtingu sjófuglastofna er háttað, aðgerðir til að koma í veg fyrirolíumengun í sjó og hvernig draga megi úr dauðsföllum sjófugla í veiðarfærum. Skýrslan mun ræða fleiri þætti sem eru sjófuglum beinlínis hættulegir og verðasettar fram tillögur til úrbóta.

Á vinnufundinum voru sérfræðingar á ýmsum fræðasviðum svo sem vistfræði sjófugla, haffræði og auðlindum sjávar. Þátttakendur voru frá Grænlandi, Íslandi,Færeyjum, Danmörku, Svíþjóð og Noregi.

Vinnufundurinn var skipulagður af norsku umhverfisstofnuninni (Direktoratet for naturforvaltning) í kjölfar ályktunar til norrænu ráðherranefndarinnar fránorrænum náttúruverndarsamtökum árið 2006. Megin markmið vinnufundarins var að ræða og lýsa stöðu sjófuglastofna, hverjir eru helstu þættir sem hafa áhrif á þá og til hvaða mótvægisaðgerða er hægt að grípa sem hafa þýðingu fyrir sjófugla í Norðurhöfum.

Þegar skýrslan kemur út verður hún afhent norrænu ráðherranefndinni og dreift til allra stjórnvalda og annarra hluteigandi aðila.

Eyjar.net

Samantekt: Pétur Steingríms. og Heiðar Hinriksson

 
<< Byrja < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 Nsta > Sasta >>

Niurstur 79 - 91 af 95

Vefsuger og hsing: Veflausnir.is