Forsíða
Um Bjarnarey... >>
Lundinn... >>
Lundaballið
Úteyjavísur
Markverðir atburðir
Sögur og sagnir
Uppskriftir
Ýmislegt
Fuglahljóð
Gestabók
Hafðu samband
Myndir
Senda inn uppskrift
Sjófuglarannsóknir

Tnt lykilor?
Hverjir eru tengdir
Gestir: 6545985
b.jpg


Veri velkomin heimasu Veiiflags Bjarnareyinga. Flagi mynda rmlega 30 einstaklingar sem hafa a helst a markmii snu a veia lunda, sga eftir eggjum fls og svartfugls og njta ess a vera til fallegasta sta veraldar. v markmii leigjum vi af Vestmannaeyjab Bjarnarey, hrikalegustu en um lei fallegustu teyjuna.ar eigum vi gtis skla sem daglegu tali er kallaur BLI.

Tilgangurinn me heimasunni er a safna saman einn sta, upplsingum um Bjarnarey. Halda til haga sögulegum frleik og munnmlum um menn og mlefni sem annars myndi tnast. mun essi vettvangur vera flagslegur fundarstaur okkar netinu. a er von okkar a me tmanum num vi a safna saman umtalsveru magni af upplsingum sem flestum til gagns og gamans.
Eggjavert 2007

eggjagengid1.jpgMiðvikudaginn 16.mai komu vorboðarnir Lolli og Loftur til Eyja ásamt  Frosta . Eftir stuttan stans í Eyjum skutlaði Pétur og Baldvin þeim út og byrjuðu þeir á að kíkja í fýlinn sem var hálforpinn en svartfuglinn varla kominn af stað. Daginn eftir, þ.e.a.s á uppstigningardag komu þeir Hlöbbi, Gísli, Bjarki Gilbert og Stewart til Eyja en þá var komið arfavitlaust veður og ekki fært yfir Flóann. Í staðinn var Ljúft við lifum yfirfarið bæði á Smáragötunni og við Ból í Bjarnarey fram eftir nóttu. Það var svo eftir hádegið á föstudeginum 18.mai sem Gaui í Gíslholti sentist  með okkur út á
 Lubbunni.Eftir stuttan stans við Ból var byrjað að síga í svartfuglinn á vesturhliðinni. Halli seig af
Hrútaskorunefi niður á Stórabæli. Bjarki fór síðan á Becksbæli. Frosti tók síðan næsta sig þar fyrir sunnan og tók einnig Hallanda sigið. Afrakstur þessara siga var í lágmarki, eitthvað á annað hundrað egg. Í venjulegu árferði og fullorpinn, hefðu þessi bæli átt að gefa u.þ.b 1500 egg.

Um kvöldið var heljarinnar kjötsúpuveisla og gufa og kvöldvaka í framhaldi af því.
Laugardaginn 19. mai var sigbúnaðurinn allur fluttur austur að Skoru. Obbinn af sigmönnunum fór niður í Skoru en hinir sigu ofan af brún niður í göngurnar. Sama var uppi á teningnum og daginn áður. Þó virtist helst hægt að ná í egg þar sem ekki hafði verið rænt um árabil. Á Bjarnabæli voru þó 15 egg. Segja má að það sem kom upp úr Skorunni hafi reddað túrnum en Frosti fór þar fremstur í flokki, bæði troðnar og ótroðnar slóðir sigmanna.
Seinna um daginn komu út í Eyju, Diddi Vídó, Heimir Jóns og Ástþór. Viktor skutlaði þeim á Glóra en vegna veðurs var ekki fært að skilja bátinn eftir á bólinu. Hann var því á leiðinni i land þegar mótorinn festist uppi. Hringt var í aðstoð og kom björgunarbátuinn Þór Viktori til bjargar og dró bátinn í land.

Sunnudagurinn heilsaði með fremur leiðinlegu veðri  eins og verið hafði mest allan tímann en meirihluti hópsins fór þá í  land . Eftir voru, Halli, Hlöbbi, Diddi, Bjarki, Gísli og Stewart. Kvöldvaka á rólegu nótunum. Mánudaginn 21. mai náðum við í sigbúnaðinn austan af Eyju. Síðan fórum við niður á Hvannhillu og sigum úr göngunum þar niður í bælin við Matarkrók. Tekin voru tvö sig og seig Stewart í þau bæði. Eftirtekja milli 40-50 egg. Að svo búnu fórum við til bóls og gerðum klárt til heimferðar.

Friðrik og Alma komu síðan og náðu í okkur um kl.1800. Þar með lauk þessari eggjavertíð í þetta skiptið.
 
Heildarafrakstur taldist vera eitthvað rúmlega fimmhundruð egg. Fýllinn virtist vera eins og í venjulegu árferði  og hefðum við getað tekið töluvert meira af honum en Svartfuglinn virðist eiga erfitt uppdráttar eins og í fyrra. Ég gerði það að gamni mínu að telja egg á sillu undir Hrútaskorunefinu sem er að öllu jöfnu ekki rænd.Laugardaginn 19 mai voru á sillunni 9 svartfuglsegg. Fróðlegt verður að telja á henni næst og fylgjast síðan með hversu mörgum eggjum hann nær að klekja út. Annars þakka ég öllum fyrir  sérlega skemmtilega daga og bíð með tilhlökkun eftir lundatímanum þó að óneitanlega séu blikur á lofti hvað varðar ástandið hjá þeim "rauðnefjaða."


Halli Geir.
 

 
Lundinn kominn til Eyja

Lundinn er kominn til Eyja

Lundinn sst fyrst vi Strhöfann, sjnum ann 17.aprl s.l.  Menn voru almennt sammla um  a hann hafi san sest upp a kvöldi 22.aprl. etta kvöld voru allar brekkur Bjarnarey hvtar af fugli og miki af honum sat sjnum allstaar kringum eynna.

mbl.is/Sigurgeir

 
Veiiflag Bjarnareyju

Veiiflagi Bjarnareyju eru 35 flagar. Bjarnarey er nytjartturinn vel nttur. Menn mta um  mijan ma og sga eftir eggjum, bi fls- og svartfuglseggjum. 1. jl byrjar lundavertin og stendur hn til 15. gst.

 
Lundaveiitmabili byrjar 1. jl

a styttist un lundann. Hann sst hr Eyjum um mijan aprl. veiitmabili hefst 1. jl og stendur til 15. gst.

 
<< Byrja < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 Nsta > Sasta >>

Niurstur 92 - 95 af 95

Vefsuger og hsing: Veflausnir.is